Hlín - 01.01.1957, Side 108
106
Hlin
mat, sem til fjelst, sjálfvöxnum ætijurtum a£ sjó og
landi og einkum eftir að ræktaðar ætijurtir og garðávext-
ir komu til, og ennfremur með viðbót af kúamjólk á öll-
um tímum árs, var þetta hið fjölbreyttasta og heilnæm-
asta matbúr.
Auk matarins gaf sauðtjeð ull og skinn til fatagerðar
og skógerðar.
Eins og afurðir sauðfjárins voru meginstoð líkamlegra
þarfa þjóðarinnar, eins var sauðfjeð sjálft sígjöfult við-
fangsefni hugar og handar, ungra sem aldinna, í dagleg-
um störfum hennar á einn og annan hátt. Og þau störf og
verkefni, sem að sauðfjárhaldinu lutu, höfðu í senn vekj-
andi og þroskandi áhrif, ekki síst á börn og unglinga, og
kröfðust sívakandi athygli og umhyggju allan ársins
hring. Á vorin var sauðburður, stíun, fráfærur, smölun,
fjárskil, rúning, fjallrekstur geldfjár og lamba o. fl. 1
þessum störfum tóku meiri og minni þátt börn og ungl-
ingar. Það var þeirra vorskóli.
Á sumrin var gæsla kvíánna, mjaltir og meðferð mjólk-
urinnar til matvælagerðar og geymslu — búverk svoköll-
uð. Mjaltir og búverk annaðist húsfreyjan eða selráðskon-
an með þjónustustúlkum sínum. — Unglingum var tíð-
um fengið það starf að gæta ánna, sitja yfir þeim, sem svo
var kallað, inn til dala eða upp til heiða og fjalla. Það var
þeim svo heilnæmt og þroskandi sem orðið gat: útivist í
hreinu fjallalofti sumarlangan daginn, og þar með þeirra
fyrsta ábyrgðarstarf.
Á haustin var smölun afrjetta, fjárrjettir og fjárskil,
þar til fje var tekið á hús og hirðingu, frálag sauða til
heimilis og sláturstörf því viðkomandi. — Að því starfaði
alt heimilisfólkið á einn og annan hátt.
Á vetrum voru svo gegningar fjárins í húsi og haga. —
Störfuðu karlar mest að því, en konur stóðu fyrir því að
vinna ull til fata og fótaplagga og nutu til þess aðstoðar
karfa, unglinga og barna.
Halldór Stefánsson, „Freyr“.