Hlín - 01.01.1957, Side 110
108
Hlín
1. Fulltrúafundurimi á Akureyri sýndi það ljóslega, að
þörf var á hjálp og leiðbeiningum.
2. Undanfarin ár höfðu fjölmargar stúlkur fengið hald-
góða fræðslu í garðyrkju, sumar erlendis, en flestar í
gróðrarstöðvunum í Reykjavík og á Akureyri, sem þau
stjórnuðu Einar Helgason og Guðrún I>. Björnsdóttir. —
Aðrar höfðu margra ára reynslu á að byggja.*)
Þegar farið var að leita fyrir sjer um kennara, reyndist
'það þegar í byrjun hægt að fá tvær góðar stúlkur, og var
þeim falið að fara um Suðurnes og Borgarfjörð, því hæg-
ast var að komast þar ferða sinna. — Þær voru ráðnar frá
1. maí til 1. okt., og kaupið var 500 kr. fyrir allan tímann.
Þær höfðu alt frítt, þar sem þær unnu, fríar ferðir og
hálfsmánaðar sumarfrí. (Þeim var gert að skyldu að taka
þátt í viku matjurtanámskeiði, sem Kvenrjettindafjelag
íslands efndi til í Reykjavík fyrst í sept. 1927.)
Kennurunum var að sjálfsögðu fengið erindisbrjef og
þeim var falið að halda dagbók eða vinnubók, sem þær
áttu að leggja fram.
Starfið byrjaði 1. maí 1927.
Nefndin bjó garðyrkjukonurnar út sem best hún gat,
með plöntur, fræ og verkfæri.
Svæðið, sem garðyrkjukonurnar höfðu til yfirferðar var
að sjálfsögðu of stórt, heil sýsla. En þetta var tilrauna- og
vakningarstarf. Og alt blessaðist vel.
Það fór svo, að garðyrkjukonunum fjölgaði ár frá ári,
og árið 1934 voru þær 8 konurnar, sem fóru milli sýsln-
anna til leiðbeiningar. En 1939 var síðasta starfsárið.
Umferðakenslan, sem veitt var þessi 13 ár, reyndist
merkilegt fyrirbrigði: Leiðbeiningar um garðaval, bæði
*) f Garðyrkjustöðinni á Akureyri jókst garðyrkjukenslan
þannig, eftir ósk Sambands norðlenskra kvenna 1917, að 3 nem-
endur fengu þar kenslu vorið, sumarið og haustið (1. maí til 1.
okt.). Hófst sú kensla vorið 1917, svo þegar farið var að senda
garðyrkj ukonurnar út, voru þegar margar stúlkur tilbúnar til
starfa.