Hlín - 01.01.1957, Side 111
Hlin
109
matjurta- og skrúðgarða, lagfæring á gömlum görðum,
hjálp með hirðingu garða, útvegun á plöntum og fræi,
meðferð inniblóma og síðast en ekki síst, leiðbeiningar
um matreiðslu matjurta, sem þær önnuðust „Litlu garð-
yrkjukonurnar" okkar. — Þær fóru fjórar ferðir um svæð-
ið, og seinasta umferðin var sjerstaklega ætluð matreiðsl-
unni og að búa garðana undir veturinn.
Þessi umferðakensla hefði aldrei átt að leggjast niður.
Það voru vel mentaðar stúlkur, sem völdust til starfsins,
og þær höfðu hin bestu áhrif, ekki einungis vegna garð-
yrkjunnar, heldur einnig vegna þeirrar ánægju, sem kon-
urnar höfðu af heimsókn þeirra. Og áhril' höfðu þær
einnig vegna umgengni inni og útivið.
Það fór svo, að öll hjeruð landsins nutu kenslunnar
meira og minna.
Garðyrkjukensla hjá Ræktunarfjelagi Norðurlands á
Akureyri hefði aldrei átt að leggjast niður. — iÞað hefur
ekki tekist að endurvekja hana, þó það 'hafi verið reynt
hvað eftir annað.
Garðyrkjukonurnar komu oft til skrafs og ráðagerða á
fundi hjá nefndinni í Reykjavík og lögðu fram tillögur
sínar. — Það væri freistandi að birta eitthvað af skýrslun-
um, sem garðyrkjukonurnar sendu nefndinni, þær voru
bæði skemtilegar og fróðlegar, en það yrði of langt mál,
enda birti ársritið „Hlín“ margt um starfið á þessum ár-
um. — Tillögur garðyrkjukvennanna voru um margt
mjög athyglisverðar. Þær lögðu til, að nefnd væri starf-
andi í hverjum hreppi, sem byggi alt undir komu kenn-
arans og skipulegði ferðir hans. Að í hverjum hreppi væri
miðstöð, þar sem kennarinn hefði heimili og þjónustu, og
að þar væri vermireitur og garður, sem kennarinn gæti
miðlað úr og safnað þar að sjer þeim, sem sjerstaklega
vildu fá fræðslu.
Kostnaðurinn við starf garðyrkjukvennanna reyndist
smám saman vel viðráðanlegur: Búnaðarfjelagið hækkaði
sinn styrk alt upp í 3000 kr. Ungmennafjelög og kven-