Hlín - 01.01.1957, Síða 112
110
Hlin
fjelög lögðu fram sinn skerf, og búnaðarsamböndin voru
hin liprustu í samvinnunni og lögðu fram ríflega styrki.
Kvenfjelagasamband íslands styrkti ferðir stúlknanna
að hálfu leyti eftir að það var stofnað 1930, og tók smám
saman að sjer alla umsjón starfsins.
Kaup kennaranna smáhækkaði og umferðasvæðið var
minkað. Kaupið var lágt á þessum árum, þó stunduðu
sumar garðyrkjukonurnar starfið árum saman og ljetu
vel yfir.
En hvað kom þá til að 'þetta góða og þarfa leiðbein-
ingastarf fjell niður?
Ein ástæðan var eflaust sú, að um þetta leyti var Garð-
yrkjuskóli ríkisins stofnaður á Reykjum í Ölfusi (1939).
— Menn bjuggust við, að ekki þyrfti að hafa umferða-
kenslu, þegar skólinn væri kominn á fót, hann sæi um alt.
Skólinn hefur á þessum árum útskrifað 102 nemendur.
Reynslan hefur orðið sú, að þessir nemendur hafa ekki
orðið umferðakennarar. Þeir hafa flestir lent í gróður-
húsum, enda er þar atvinna árið um kring.
Kvenfjelagasamband íslands, sem samkvæmt lögum og
venju hefur sjeð um umferðakenslu í verklegum fræðum
fyrir konur þessi árin, hætti að styrkja garðyrkjuna, en
hefur nær eingöngu styrkt saumanámsskeið. — Sem betur
fer hefur Sambandið nú tekið garðyrkjuna upp að nýju,
eins og til var ætlast í upphafi vega, og styrkir liana nú
að jöfnu við aðra leiðbeiningastarfsemi.
Eftir að Kvenfjelagasamband íslands hætti að hafa
garðyrkjukonur í sinni þjónustu, rjeð Samband norð-
lenskra kvenna til sín umferðakennara, sem veitti al-
menningi fræðslu í garðyrkju og matreiðslu um fimm ára
bil (1940—1945). Það var Rannveig H. Líndal. Ferðaðist
hún á þessum fimm árum um allar sýslur norðlenska
sambandsins. — Ekki þarf að efa það, að umferðakensla
þessarar ágætu konu hefur haft lioll og góð áhrif.
Búnaðarfjelag íslands hefur einn garðyrkjuráðunaut í
sinni þjónustu. En það er ekki nóg að hafa einn mann