Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 113
Hlin
111
fyrir alt landið til garðyrkjuleiðbeininga. Þó hann sje all-
ur af vilja gerður, er honum um megn að bæta úr þörf-
inni.
Sumir álíta að bækur, blöð og útvarp geri sama gagn
og umferðakensla. En það kemur ekki að sömu notum.
Ekkert jafnast á við hið talaða orð, persónulegar viðræð-
ur og áhrif og verklegar leiðbeiningar.
Nei, viðþurfum að fá umferðakenslu í garðyrkju í sem
flest hjeruð.
Umferðakensla í hinum margvíslegustu, verklegum
fræðum tíðkast hjá öllum menningarþjóðum, og það
þrátt fyrir öll blöð, bækur og útvarp.
Fylgjum dæmi þeirra og reynslu okkar.
Það hefur margsýnt sig, að þörfin er brýn. Umkvart-
anir koma úr öllum áttum um vöntun á hjálp, vöntun á
plöntum, vöntun á leiðbeiningum.
Látið sjá, góðu konur, þið, sem elskið allan gróður, þið,
sem elskið garðana ykkar. Endurreisið „Litlu garðvrkju-
konurnar". Það mun reynast happadrjúgt.
Nú er margt hægra um vik en fyrir 30 árum. Ferðir og
flutningar a. m. k. einfaldari. — Kaupið verður náttúrlega
margfalt, samanborið við fyrir 30 árum, en ekki má horfa
f það.
Jeg treysti ykkur til hins besta.
Halldóra Bjarnadóttir.
Hugleiðingar um garðyrkju.
Þótt ræktun grænmetis fari sfvaxandi hjer á landi, hef-
ur neysla þess aukist svo mikið, að nauðsynlegt hefur ver-
ið að flytja danskt grænmeti inn í allstórum stíl, til að
fullnægja eftirspurninni.
Grænmeti, sem ræktað er hjer á landi, er miklu bragð-