Hlín - 01.01.1957, Side 115
Hlín
113
þjóðinni, leyfi jeg mjer að segja það, að fáar eru þær
konur á landi voru, sem kunna að matreiða grænmeti til
lilítar. — Ef grænmetisræktun og matreiðsla á að komast
í það liorf, sem æskilegt væri, þurfa garðyrkjubændur og
húsmæðraskólar að vinna saman, og sú samvinnia þarf að
hefjast sem fyrst.
Það 'er stutt síðan að byrjað var á ræktun í gróðurhús-
um hjer á landi, en ekki er hægt annað að segja, en að sú
ræktun hafi gengið vel, sjálfsagt miklu betur en búist
var við, þegar fyrsta gróðurhúsið var reist.
En gróðurhúsin, eins og þau eru bygð í dag, mest úr
gleri, eiga enga framtíð fyrir sjer. — Innan skams tíma til-
lieyra þau fortíðinni. Gróðurhús framtíðarinnar verða
steinhús, algjörlega gluggalaus, upplýst með „Nerum-
ljósi“ (gerviljósi).
Þá verður skammdegismyrkrið enginn þrándur í götu
fyrir ræktuninni, og þá gerir það ekkert til, þótt ekki sjá-
ist til sólar svo vikum skifti að sumrinu, og þá verður
livergi betra að stunda gróðurhúsarækt en hjer á landi,
því við höfum vatnsaflið til að framleiða ,,Nerumljósið“
og nægilegt laugavatn til upphitunar.
Um næstu aldamót verða matjurtagarðar heimilanna í
kjöllurum íbúðarhúsanna.
Jeg sje í anda íslensku húsmóðurina ganga niður í
kjallarann í öskrandi stórhríð á Þorranum til jiess að ná
sjer í nýtt blómkál í matinn.
Og jeg sje fleira, sem jeg læt óskráð að sinni.
íslenska þjóðin þarf ekki að kvíða framtíðinni. Hjer
eru nóg verkefni fyrir hendi.
Blönduósi í júnímánuði 1957.
Guðmundur Jónsson, garðyrkjumaður.
8