Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 117
Hlín
115
breytnin svo mikil í nafngiftum fjallanna, að furðu sætir.
Hjer í Borgarfirði er það trölla- og álfatrúin, sem mest
ber á: Gellivör býr í Staðarfjalli og Gletta í Glettingi. —
Aðsetur álfanna var aftur á móti lágreistara, þeir bjuggu
í Álfaborginni og -sóttu langt til sinnar kirkju, sem er
Kirkjusteinn í Kækjudal. — í Svartfelli er Klukkugjá, og
herma munnmæli, að þar hafi verið hengdar upp klukk-
ur, sem hringdu sjálfkrafa fyrir vindi, og svipað mun hafa
verið á Sönghofsfjalli í Njarðvík, en þar átti þó að hafa
verið hof uppi á fjallinu.
Þó að við þekkjum ekki bústað Veturliða, fyrsta land-
námsmannsins hjer, getum við verið hreykin af fyrstu bú-
endum, sem getið er um: Gunnsteini goða á Desjarmýri,
sem bjó þar góðu búi og hafði mikil mannaforráð og
drengskaparmanninum Sveinunga á Bakka, bróður hans,
sem reyndist svo vel nauðleitarmanninum, er leitaði á
náðir lians. — Landnáma telur þá sonu Þóris línu, er
nam Breiðuvík og bjó þar.
Flestir bæir sveitarinnar koma meira og minna við sög-
ur, alt frá Landnámu, en þó einkum Fljótsdæla, Drop-
laugarsonasaga og þjóðsögur og afreksmannasögur síðari
tíma.
Ennþá tala Borgfirðingar með metnaði um þá Hafnar-
bræður: Jón og Hjörleif sterka, og vilja gjarnan rekja ætt-
ir sínar til þeirra, enda voru þeir á sína vísu stórmerkir
menn.
En það er fleira en fjöllin, sem sveitin hefur til síns
ágætis. — Hjer þótti víða gott undir bú, og feitt var kjöt-
ið, sem Gunnsteinn goði bar gestum sínum forðum daga,
þótt fjárræktarmenn nútímans hugsi sjer að taka honum
fram í því efni.
Og löngum voru miðin fisksæl og nægtabúr sveitarinn-
ar, og sóttu nágrannasveitir tíðum sjófang hingað.
En hjer fór sem víðast annarsstaðar að halla tók undan
fæti, óáran og margskonar mæða steðjuðu að landi og
þjóð, og fór sveitin okkar ekki varhluta af því. — Auk
8*