Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 118
116
Hlin
þess var sveitin afskekkt og samgöngur erfiðar á landi og
sjó, átti hún því erfiðara uppdráttar móts við hina firð-
ina, sem höfðu betri samgönguskilyrði. — Háði þetta v>el-
megun manna og tafði framfaraviðleitni þeirra öldum
saman.
Verslun var hjer engin fram undir síðustu aldamót, og
má nærri geba, hve erfitt hefur verið oft og tíðum með
alla aðdrætti á nauðsynjum sumar og vetur. — Fram á
mína tíð hjer, man jeg eftir, að menn voru með bagga-
burð frá Seyðisfirði á vetrum í misjafnri færð. — Urðu
menn því lengi að sníða sjer þröngan stakk með húsa-
kost og jafnvel aðrar nauðþurftir. — Þá var hjer lengi
læknislaust, og er í minnum haft, hve oft reyndist erfitt
að vitja læknis eða ná í lyf í bráðum tilfellum, tóku slíkar
ferðir oft 2—3 daga 'eða jafnvel lengur. — Var þá gæfa
sveitarinnar, að lijer voru menn og konur, sem voru þess
megnug að rjetta sjúklingum líknarhönd.
En þótt fjallvegir væru erfiðir yfirferðar, einkum á
vetrum, settu menn ekki fyrir sig að fara ferða sinna, vet-
ur sem sumar, og það jafnvel kvenfólk, sem fór orlofsferð-
ir til Hjeraðs og nærliggjandi fjarða, þó stundum yrði
þeim hált á því. — Þá voru tíðar fundaferðir milli bæja,
og þar sem ekki varð þotið í bílum var siður að gista hjá
góðvinum sínum, og var jaað ánægjulegt, og minnist jeg
margra ánægjustunda frá fyrri árum mínum hjer í því
sambandi.
Þá hygg jeg, að þetta bygðarlag hafi ekki staðið að baki
nærsveitum sínum með barna- og unglingafræðslu, fje-
lagasamtök og skemtanir, eftir að þær fóru að tíðkast. —
Heyrði jeg gamlar konur lijer lýsa með mikilli hrifningu
brúðkaupsveislum og öðrum mannfagnaði. — Ýmiskonar
fjelagsskapur hefur starfað lijer, svo sem bindindisfjelag,
stúkur, lestrarfjelag, búnaðarfjelag, ungmennafjelag o. fl.
Og marga vetur voru sýndir sjónleikir við góða aðsókn.
Hjer eins og annarsstaðar hafa orðið miklar og marg-
víslegar breytingar frá því sem áður var. — Við eigum því