Hlín - 01.01.1957, Side 119
Hlin
117
láni að fagna að lifa á tækni- og framfaratímum og fylgj-
ast með hinni öru framþróun á flestum sviðum. — Rækt-
un hefur aukist að miklum mun, húsakostur hefur batn-
að stórlega. — Við höfum fengið vegi í stað götutroðn-
inga, brýr og lendingabætur, síma og bíla, kaupfjelag,
frystihús og fast læknissetur, og ýmsir njóta þegar rafljós-
anna, og er mikil þróun á því sviði frá lampa Gunnsteins
góða ,er fanst á neðstu gólfskán á Desjarmýri 1922, er
grafið var fyrir timburhúsinu. Var það steinhnullungur
úr norsku forngrýti, með lítilli dæld fyrir ljósmeti, en með
þannig gerðum tveim skorum, að hann gat hangið í
bandi. — Lampinn var sendur á Þjóðminjasafnið í
Reykjavík og þótti stærstur sinnar tegundar.
Það má heita svo, að einangrun sveitarinnar sje nú úr
sögunni mestan hluta ársins, síðan vegurinn opnaðist til
Hjeraðs, og virtist hans full þörf, því mikið var hann not-
aður síðastliðið sumar af sveitungum og aðkomugestum.
— Heyrði jeg ferðafólk dást að því, hve vegurinn væri
fallegur, livíti liturinn á honum væri svo sjerstæður, og
sæist hvergi á landinu nema hjer. — Auk jress væri útsýn-
ið af Vatnsskarði alveg dásamlegt, enda setti sumarblíðan
sinn fagra svip á lrvað eina.
Allir, sem um Njarðvíkurskriður fara, hljóta að dást að
krossinum, er staðið hefur þar öldum saman, með sinni
latnesku áletrun, að vegfarendur geri þar bæn sína, og
ártalinu 1306, og mun krossinn vera sá eini á landinu,
sem haldist hefur við líði svo lengi. — Það er menningar-
vottur fyrir sveitina að hafa stöðugt endurnýjað hann og
haldið honum svo prýðilega við. — Tveir síðustu kross-
arnir eru smíðaðir af feðgunum á Borg í Njarðvík, og lík-
lega hafa Njarðvíkingar jafnan átt heiðurinn af því að
endurnýja þá, í samráði við sóknarprestinn. — Síðasti
krossinn nrun þó bera af öllum þeirn fyrri að smekkvísi
og fögru handbragði.
Við skulum hiklaust gera ráð fyrir því, að ferðamanna-
straumurinn muni aukast að mun á næstu árum, því