Hlín - 01.01.1957, Page 120
118
Hlin
margir hafa til þessa sett fyrir sig örðugleikana á því að
komast hingað, en nú eru þeir ekki lengur til fyrirstöðu.
Og þar sem sveitin okkar hefur orð á sjer fyrir fegurð,
vildi jeg óska þess, að við, íbúar hennar, hefðum hug á að
snyrta og fegra s'em best í kringum okkur, eftir því sem
efni og ástæður leyfa, svo alt geti litið svo vel út, sem föng
eru til, og þar með aukið hróður bygðarlagsins.
Hún var forspá, maddama Ólöf á Klyppstað, er hún
sagði fyrir, að hjer mundi rísa upp kauptún; þá voru hjer
aðeins tveir bæir: Bakki og Bakkagerði. Nokkrum árum
síðar, eða rjett fyrir aldamótin, hófst verslun á Bakka-
gerði, fólk settist hjer að, kirkjan og þingstaður voru flutt
hingað frá Desjarmýri og komið á fót barnaskóla. Og nú
er svo komið, að hjer er miðstöð sveitarinnar.
Jeg óska svo sveitinni allra heilla, að henni megi aukast
efni og hagsæld, og að sveitungarnir efli með sjer dáð og
drengskap, eining og samheldni, snyrtimensku og hátt-
prýði, svo að segja megi með sanni að hjer búi fyrirmynd-
arfólk í fallegri sveit.
Ingunn J. Ingvarsdóttir.
Úr jólavísum 1952.
Og eitt er víst, þó ár í höfin renni
og eldar grandi vorri frjóu jörð,
þó eignir manna og bygðir allar brenni,
á bænalífið sína þakkargjörð.
Sveinn Björnsson, læknir, Winnipeg.