Hlín - 01.01.1957, Page 122
120
Hlin
Við munum þá einnig, sem með lienni unnu,
af manngæsku og dygð.
Veturinn þann knýttust vináttu-böndin
og varanleg trygð.
Við eigum því hugljúfar myndir svo margar
í minninga-reit.
Þær verma hugann; og því verður kveðjan
af þakklæti heit.
Við flytjum nú skólanum árnaðaróskir
af alhug í dag.
Æ, standi göfugar, voldugar vættir
vörð um hans hag!
Þuríður Jóhannesdóttir.
Kvennskóli Húnvetninga á Blönduósi átti 75 ára afmæli 1955,
og var þess minst með veglegum hátíðahöldum af skólans hálfu
í maímánuði, og fjölmentu nemendur af eldri árgöngum, ásamt
kennurum og öðrum velunnurum hans, til Blönduóss á afmæl-
inu.
Þar var margt til skemtunar og fróðleiks, t. d. mjög fjölbreytt
handavinnusýning. Þar var líka öllum til borðhalds boðið af
mikilli rausn.
Af árgangi 1925—1926 voru mættar 11 námsmeyjar, sem nú
búa víðsvegar um landið. — Ein þeirra, frú Þuríður Jóhannes-
dóttir, orti þetta kvæði til skólans og forstöðukonunnar okkar:
Kristjönu Pjetursdóttur frá Gautlöndum, sem var mjög elskuð
og dáð af nemendum sínum, og var ætlunin, að það yrði lesið
undir borðum, en af sjerstökum ástæðum fórst það fyrir. —
Þessvegna langar mig til að biðja „Hlín“ að flytja það nú, þó
nokkuð seint sje á ferðinni.
Sigþrúður Sölvadóttir, Úthlíð 16, Reykjavík.