Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 123
Hlin
121
Heilbrigðismál.
HEIMILISHJÁLP.
(Frjettir frá Akureyri.)
Akureyrarbær tók upp á fjárhagsáætlun sína fyrir árið
1957 fjárupphæð til að mæta þeirn halla á kostnaði við að
hafa stúlku til hjálpar á heimilum, sem honum ber að
greiða á móti ríkisstyrk þeim, sem lög um Heimilishjálp
ákveða, og fól Kvennasambandi Akureyrar að hafa með
höndum ráðningu stúlkunnar og daglega umsjón með
starfinu, reikningshald o. s. frv. Og lrefur sú kona, sem
annast það, nokkra þóknun fyrir.
Stúlkan, sem sambandið rjeði, hóf starf sitt með febrú-
arbyrjun og hefur hvern dag verið í vinnu síðan. — Það
hafa borist margfalt fl'eiri beiðnir um vinnuhjálp en hægt
er að uppfylla.
Vonir standa til, að tvær stúlkur verði ráðnar næsta ár.
Stúlkan er ráðin með iðnaðarmannakaupi (um 2700.00
á mánuði). Þeir, sem njóta hjálpar hennar, greiða á skrif-
stofu bæjarins 35 kr. á dag. Kostnaður greiðist að einum
þriðja af ríkinu, einum þriðja af bæjarsjóði og að einum
þriðja af hlutaðeigendum.
-----o----
Nú virðist lrilla undir það, að íslendingar sjeu að
notfæra sjer lögin frá Alþingi um Heimilishjálpina. —
Ollum ber saman um það, að þörfin sje brýn, bæði í bæj-
unr og sveitum.
Reykjavík hefur nú 10 konur í sinni þjónustu, undir
forystu Helgu Níelsdóttur, ljósmóður. — Akureyri hefur
eina hjálparstúlku, undir stjórn Elísabetar Eiríksdóttur.
— Siglufjörður hefur eina. — Húsavík er á leiðinni. —
Hlutaðeigandi bæjarstjórnir þurfa að gefa sitt samþykki.
Sveitahjeruðin eru nokkuð á báðum áttum gagnvart 8