Hlín - 01.01.1957, Page 126
124
Hlin
Hvað veldur?
(Kona á níræðisaldri ræðir um lífið og tilveruna.)
Ilvernig fer þú að því að halda svo góðri heilsu og vera
svo ljett á fæti, þrátt fyrir háan aldur?
„Að nokkru leyti er það ef til vill arfur í ættir fram,
sterkar, seigar rætur. — Foreldrar mínir náðu háum aldri,
og voru t. d. aldrei gigtveik. Voru alla æfi heilsuhraust,
ekki feitlagin. Ættirnar hafa alla tíð verið líkamaljettar.
Jeg þakka það líka mikið, að jeg hef haldið líkanra-
Ijettleika mínum, að jeg iðkaði mikið leikfimi á unga
aldri og fram eftir aldri, líka skauta- og skíðahlaup, úti-
veru og göngur fram á elliár, og nokkra áreynslu eftir
ástæðum.
En þess ber að geta síðast, en ekki síst, að andinn og
líkaminn eru í órjúfandi sambandi. — Það hefur því
mikla þýðingu að andinn hafi einnig nokkra áreynslu. —
Eigi, þó árin fjölgi, eitthvert áhugamál. — Það er lífsskil-
yrði, ef líkaminn á að vera í lagi. — Ferðalög, með hæfi-
legum hraða, eru -hressandi fyrir líkama og sál, og hollur,
andlegur fróðleikur.
En margs er að gæta, einnig í því smáa. — Lífið er sam-
sett af ótal smámunum, sem allir hafa þýðingu í því stóra
samspili: Daglegu lifi til heilbrigði og vellíðunar, án þess
að vera með sjervisku til leiðinda meðbræðrum.
Þó menn eigi áhugamál, og þau brennandi, sem heldur
við andlegri hressingu og ver hrörnun, þá mega þau ekki
yfirtaka allan tímann, en leyfa upplyftingu og skemtun
öðrum til ánægju.
Sjerstaklega ætti að athuga það, vegna andlegrar og
líkamlegrar vellíðanar, að halda hvíldardaginn heilagan.
— Það hlýtur að teljast mikils um vert, til þess hefur verið
ætlast frá upphafi vega. — Það er áreiðanlega til mikils
skaða, bæði fyrir líkama og sál og heilsu manna, hve
menn hjer á landi á seinni tímum gera alla daga jafna.