Hlín - 01.01.1957, Side 127
Hlin
125
Það mætti nefna ýms smáatriði, sem hafa þýðingu um
'heilsufar og vellíðan: Það er nú af sem áður var, að híbýli
manna sjeu svo köld, að ekki sje viðunandi, en nú er svo
komið, að íbúðarhús eru víða of heit. Það er áreiðanlega
ekki holt að lifa við of mikinn húshita. Það er engin holl-
usta í því. Þó hitinn sje góður, má af öllu of mikið gera.
Allra síst ættu menn að hafa heitt á nóttum. — Þó ættu
menn að varast að vera kaldir á fótum. Það er satt, gamla
máltækið: „Heitir fætur gera læknana fátæka.“
Þá er það mataræðið. — Um það mætti margt segja. —
Það er líklega nokkuð til í því, að fleiri deyja nú af ofeldi
en vaneldi. — Einkennilegt er það, að á stríðsárunum var
sagt, að heilsufar hefði verið óvenju gott, og vilja sumir
að skömtuninni sje 'haldið áfram. — Eitt er víst, að menn
ættu a. m. k. ekki að venja sig á að borða mikið á kvöld-
in. — Margir álíta að fitan, sem altof rnargir safna á sig,
eigi rót sína að rekja til þess.
Og þá er það klæðnaðurinn, hann er eitt atriðið í
heilsusamlegu lífi manna og ekki sá sísti. — Þar getur líka
verið of sem van: Oþarfi að dúða sig hvernig sem veður
er, en lofa sólinni og loftinu að leika um sig. — Þó skinn-
úlpurnar sjeu góðar, eru þær óþarfar í mildu vorveðri
eða inni í húsi. Annars eru menn nú farnir að klæða sig
vel og skynsamlega í ferðalögum, þó fáir hafi enn ferða-
teppin góðu. — Altaf þarf að rnuna gamla málsháttinn:
„Fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa.“
Um vín og tóbak talar ekki gamla konan. Þá hluti hef-
ur hún ekki notað sjer til skaða á lífsleiðinni, þó ekki
bindindismaður."