Hlín - 01.01.1957, Page 129
Hlin
127
Á Jótlandsheiðum
(Dagbókarbrot.)
Það var sunnudagsmorgun í maí, og sólin skein glatt frá blá-
um himninum. — Jeg var nýkomin á fætur, stóð við opinn
gluggann og andaði að mjer mildu vorloftniu. Þá greip mig
áköf löngun til þess að vera ein, alein, einhversstaðar úti í nátt-
úrunni, ein með blómunum og blænum, helst þar sem hvergi
sæist til neinna mannabygða. — En hvernig mátti það verða
hjer í þessu litla, jótska sveitaþorpi, með hina frjósömu og
þjettbýlu sveit, Salling, alt um kring?
Þann tíma, sem jeg var búin að vera hjer, hafði jeg oftar en
þennan vormorgun verið gripin þrá hins íslenska sveitabarns
eftir einveru, friði og ró. — En nú var hvergi afdrep, varla hægt
fyrir unga elskendur að hverfa í rökkri sumarkvöldsins, hvað
þá fyrir annað fólk.
Jú, einn átti sá staður að vera hjer nálægt, þar sem manns-
sálir, leiðar á þvargi hversdagslífsins, gætu fundið hvíld og
frið. — Það var lyngheiðin, sem lá skamt norður af þorpinu, og
kend var við danska skáldið Jeppa Aakær.
Og eftir hádegið þennan fagra vordag, hjelt jeg af stað til þess
að komast út í heiðina hans Jeppa og njóta þar einverunnar.
Jeg þrammaði af stað eftir veginum, sem liggur norður frá
Jebjerg-þorpi. — Það er illa ruddur kerruvegur, sem í bleytu-
tíð verður ein sökkvandi forarefja, verri en nokkur tröð heim
á afskektan, íslenskan sveitabæ.
Vegurinn liggur fyrst á milli grænna akra gamals og virðu-
legs stórbýlis, þar sem fertugur yngissveinn er einkaerfinginn.
Allgóðan spöl norðar beygir hann svo vestur og meðfram því
eina skógarkjarri, sem þarna er nálægt.
En þessi ljelegi vegur hefur nokkuð sjer til ágætis, sem aðrir
vegir hjer í nágrenninu hafa ekki: Hann er Vegur skáldsins.
Um skeið bjó Jeppi Aakær hjer í Jebjerg, og frá þeim tíma er
það, sem leiðin og fornmannahaugur einn, er nálægt henni er,
hafa borið nafn hans. — Eftir þessum vegi gekk hann út á heið-
ina í skáldahugleiðingum sínum, þegar hann var að byrja á
„Söngvum rúgsins", sem hann er frægastur fyrir.
En þrátt fyrir bylgjandi rúgakrana í Austurbæ gekk Jeppa
ljóðagerðin þarna ekki betur en svo, að hann flutti sig til Sjö-
trup, og þar urðu „Söngvar rúgsins“ til að mestu leyti. — En
vegurinn er kyrr á sínum stað, holóttur og forblautur, ef nokk-
uð rignir, eins og á dögum Jeppa.