Hlín - 01.01.1957, Síða 134
132
HUn
Syfjuleg og úfin frú kallar í hana úr glugga á þriðju hæð-
„Ja, hjerna stelpa, ertu alveg orðin heyrnarlaus eða hvað? —
Skildu tvö brauð eftir fyrir framan dyrnar!“ — Og úfin frúin
hendir niður til stúlkunnar 5 peseta seðli. „Adíós chata, og
láttu mig svo fá þrjú brauð á morgun, því þá koma gestir.“
í klaustri Santa Ana skilur stúlkan eftir mörg lítil brauð, og
sama er að segja um klaustrin „las Gordillas" og „las Madres“
og klaustur heilags Tómasar. — Á torginu, sem kent er við
„las Vacas“, kaupir presturinn af henni eitt stórt brauð, og
nokkrir strákpottormar, sem eru að leik þar hjá, sjá sjer leik
á borði að stela frá henni brauði. — Þeir gera þetta einungis
sjer til gamans, en ekki af því, að þá beinlínis vanhagi svo um
brauðið, því jafnvel þó svo væri, myndu þeir varla kannast við
það. — í þessu landi er það svo, að þeir sem þar búa við skort,
viðurkenna það sjaldan. — Þeim tekst brauðstuldurinn, en á
hæla þeim fljúga steinar, og grjótflugið á sjer næsta markvissan
sendanda, því einum drengjanna — og þá eflaust alsaklausum
áhorfanda — blæðir úr skeinu á enni.
Hún Carmen, því svo heitir nú stúlkan, fer eftir Markaðs-
stræti, meðfram borgarmúrunum, sem vafalaust eru einir feg-
urstu og best varðveittu í allri Evrópu. — Henni til vinstri
handar liggur sljettan, sem áin Adaja rennur eftir, vatnsmikil
en ekki straumþung, nærri kyrrlát. — Hún kemur ofan úr
fjöllum, ofan úr Sierra de Gredos, sem eru snæviþakin sumar
sem vetur. — Þar er veiðibráð mikil og góð.
Stúlkan hefur nú skilið eftir tilskilin brauð í kirkjum og
klaustrum. — í Avila eru mörg guðshús, sennilega fleiri en í
nokkurri annari borg jafnstórri, því þar búa aðeins um það bil
20 þúsund manns, en kirkjur og klaustur eru yfir 30 talsins.
Á torginu, kendu við „la Santa“ — hina heilögu, — sem
stúlkan kemur nú til, eftir að hafa farið um hliðið á borgarmúr-
unum, nema þau staðar, hún og fjelagi hennar, asninn, og hún
skilar brauðum sínum í klausturkirkju hinnar heilögu. — „La
Santa“ — eins og íbúar Avila kalla heilaga Teresu jafnan í dag-
legu tali — sá þar fyrst dagsins Ijós. — „La Santa“ — Santa
Teresa de Jesús — nunna í lifanda lífi og dýrlingur eftir dauða
sinn, er sú sem mest og best hefur frægt þessa fornu steinborg.
— Heilög Teresa skipar veglegan sess í bókmentum Spánverja,
og öll hennar rit bera vitni um mikla trú og kærleika til Guðs
og manna.
Frá þeim degi, er Carmen fyrst heyrði sögurnar um heilaga
Teresu og sýnir hennar, er hún ætíð stilt og meira að segja
nærri lotningarfull, þá er hún lætur brauðin sín í klausturkörf-