Hlín - 01.01.1957, Síða 134

Hlín - 01.01.1957, Síða 134
132 HUn Syfjuleg og úfin frú kallar í hana úr glugga á þriðju hæð- „Ja, hjerna stelpa, ertu alveg orðin heyrnarlaus eða hvað? — Skildu tvö brauð eftir fyrir framan dyrnar!“ — Og úfin frúin hendir niður til stúlkunnar 5 peseta seðli. „Adíós chata, og láttu mig svo fá þrjú brauð á morgun, því þá koma gestir.“ í klaustri Santa Ana skilur stúlkan eftir mörg lítil brauð, og sama er að segja um klaustrin „las Gordillas" og „las Madres“ og klaustur heilags Tómasar. — Á torginu, sem kent er við „las Vacas“, kaupir presturinn af henni eitt stórt brauð, og nokkrir strákpottormar, sem eru að leik þar hjá, sjá sjer leik á borði að stela frá henni brauði. — Þeir gera þetta einungis sjer til gamans, en ekki af því, að þá beinlínis vanhagi svo um brauðið, því jafnvel þó svo væri, myndu þeir varla kannast við það. — í þessu landi er það svo, að þeir sem þar búa við skort, viðurkenna það sjaldan. — Þeim tekst brauðstuldurinn, en á hæla þeim fljúga steinar, og grjótflugið á sjer næsta markvissan sendanda, því einum drengjanna — og þá eflaust alsaklausum áhorfanda — blæðir úr skeinu á enni. Hún Carmen, því svo heitir nú stúlkan, fer eftir Markaðs- stræti, meðfram borgarmúrunum, sem vafalaust eru einir feg- urstu og best varðveittu í allri Evrópu. — Henni til vinstri handar liggur sljettan, sem áin Adaja rennur eftir, vatnsmikil en ekki straumþung, nærri kyrrlát. — Hún kemur ofan úr fjöllum, ofan úr Sierra de Gredos, sem eru snæviþakin sumar sem vetur. — Þar er veiðibráð mikil og góð. Stúlkan hefur nú skilið eftir tilskilin brauð í kirkjum og klaustrum. — í Avila eru mörg guðshús, sennilega fleiri en í nokkurri annari borg jafnstórri, því þar búa aðeins um það bil 20 þúsund manns, en kirkjur og klaustur eru yfir 30 talsins. Á torginu, kendu við „la Santa“ — hina heilögu, — sem stúlkan kemur nú til, eftir að hafa farið um hliðið á borgarmúr- unum, nema þau staðar, hún og fjelagi hennar, asninn, og hún skilar brauðum sínum í klausturkirkju hinnar heilögu. — „La Santa“ — eins og íbúar Avila kalla heilaga Teresu jafnan í dag- legu tali — sá þar fyrst dagsins Ijós. — „La Santa“ — Santa Teresa de Jesús — nunna í lifanda lífi og dýrlingur eftir dauða sinn, er sú sem mest og best hefur frægt þessa fornu steinborg. — Heilög Teresa skipar veglegan sess í bókmentum Spánverja, og öll hennar rit bera vitni um mikla trú og kærleika til Guðs og manna. Frá þeim degi, er Carmen fyrst heyrði sögurnar um heilaga Teresu og sýnir hennar, er hún ætíð stilt og meira að segja nærri lotningarfull, þá er hún lætur brauðin sín í klausturkörf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.