Hlín - 01.01.1957, Síða 135
Hlín
133
una og kippir í klukkustrenginn. — Ef til vill er hún hrædd
um að vekja heilaga Teresu — sem nú hefur sofið í nærfelt
fjórar aldir.
Seinasta brauðinu sínu skilar stúlkan í kirkju heilags Martín-
usar. Það er fögur kirkja, í spænsk-aröbskum stíl, og er yfir
henni mikill yndisþokki og nærri heillandi glaðværð. — Það er
eins og hún tylli sjer á tá til þess að ná upp í himininn. — í
klukkuturninum hafa storkarnir bygt hreiður sín kynslóð eftir
kynslóð. — Einn þeirra stendur á öðrum fæti og einblínir niður
á götuna, á hana Carmen, sem nú er búin að selja öll brauð-
in sín.
Enn fer Carmen um eitt borgarhliðanna, og verður nú star-
sýnt á hús — eða öllu fremur höll — Benavítanna, þar sem
gluggar eru allir skreyttir í gotneskum stíl. — í dag vann hún
sjer inn með brauðsölu sinni nokkur pesetas. — Benavítarnir
eiga miljónir peseta. — Skyldi hún í raun og veru öfunda þá?
— Sennilega ekki. — Væri hún komin inn fyrir þessa listilega
skreyttu veggi, hvernig ætti hún þá að finna sína elskuðu
Avila vakna til lífsins á hverjum morgni? Finna hið eilífa, ið-
andi líf þessarar borgar úr sagnfrægum steini í meira en 1000
metra hæð, nær himni, nær Drottni en nokkur önnur borg á
Spáni.
Hún — hún Carmen litla — klædd dýru silki — eða kanske
nælon núna — hvernig ætti hún að finna fjallablæinn leika um
sig og sjá sólina birtast yfir tindum Sierra de Gredos, þar sem
hún lægi á dúnmjúkum svæflum og blundaði langt fram á dag?
— Hvernig ætti hún að geta fundið borgina sína, Avila, þar sem
steinninn er kaldur og brauðið hart, hvernig ætti hún að geta
fundið hana lifa og hrærast — ef hún væri innilokuð í höll
Benavítanna?
Og í sannleika sagt, kæru frúr, þarfnast hún Carmen ekki
fínna kjóla nje dýrra ilmvatna, veðurblíðu og volgra baða —
hún, sem ekki þekkir einu sinni tyggigúmíið! — Jórtrið!
Stokkhólmi, sumarið 1956.
Ramon Franquesa Lloveras.*)
*) Blaðamaður. Sveitamaður í Eyjafirði. íslandsvinur.