Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 136
134
Hlin
Ferðaþáttur.
Kvenfjelagið „Vaka“ á Blönduósi fór í skemtiferð þriðjudag-
inn 23. júlí 1956, og fengum við bíl frá H.f. „Norðurleið". —-
Okkur hraus hálfvegis hugur við vegalengdinni, þar sem við
höfðum aðeins einn dag til umráða, og leiðin, sem við ætluðum
okkur að fara, var hvorki meira nje minna en 418 km. fram og
aftur, og mikið af því talsvert seinfarið.
En því hefur verið svo vai'ið með okkur konur hjer austan
Húnaflóa — að við höfum oft horft löngunarfullum forvitnis-
augum vestur til Stranda. — Já, Strandafjöllin hafa heillað og
seitt hug okkar margra, hvort heldm- þau hafa búist vetrar-
eða sumarskrúða, með sínum fjölbreyttu, fögru litum.
Á veturna segjum við oft: „Þau eru tignarleg Strandafjöll-
in!“ — Og aftur á sumrin: „Mikið eru blessuð Strandafjöllin
falleg, þegar þau eru vafin geislum morgunsólarinnar, þau eru
svo hlýleg, lokkandi og seiðandi.“
Loks var þrá okkar svo sterk, að við ljetum undan henni og
drifum okkrn: fyrgreindan dag á stað með 27 konur. — Og var
nú ákveðið að ferðast til Hólmavíkur.
Lagt var á stað í blíðskaparveðri kl. 8 að morgni og keyrt
yfir okkar stórfallega Húnaþing, sem þykir eitt af fegurstu
hjeruðum þessa lands. — Við fórum fram hjá mörgu stórbýlinu,
svo sem Stóru-Giljá, Brekku, Hnausum og Sveinsstöðum, svo
eitthvað sje nefnt. Og í fjarlægð var höfuðbólið Þingeyrar, þar
sem gnæfir hin stórmerka steinkirkja, hlaðin úr grágrýti.
Og fram hjá hinum óteljandi Vatnsdalshólum fórum við. Þar
sem síðasta aftaka á íslandi var framkvæmd 12. janúar 1830, er
þau Agnes og Friðrik voru tekin af lífi.
En við festum ekki hugann lengi við þann sorglega atburð,
því nú erum við að skemta okkur, og þá er um að gera að vera
í góðu skapi. — Því næst ökum við yfir Víðidal með sínum eft-
sóttu- laxauðugu ám og sjerkennilega Borgarvirki. — Syngjum
okkur yfir Miðfjörð og inn með Hrútafirði, eins og oft er siður
í slíkum ferðalögum. En þegar komið er að Hrútafjarðarbrú,
og beygt er vestur og út með ströndinni, þá hljóðnar hópurinn,
því þar er margt nýtt að sjá og um margt að spyrja.
Við erum lengi að aka út með Hrútafirði, sem er annar
lengsti fjörður landsins. — Vegurinn bugðóttur og fremur sein-
farinn. — Og loksins, þegar fjörðurinn er á enda, eigum við von
á að fá ágætis miðdag á veitingastaðnum að Guðlaugsvík. —
Þangað komum við kl. 12, og urðum sannarlega ekki fyrir von-