Hlín - 01.01.1957, Side 139
Hlin
137
Já, og þakkað fyrir, hvað fólkið er í rauninni gott og elsku-
legt, þegar það umgengst hvert annað með vinsemd og virð-
ingu.
Komið var heim með hlýjar og ógleymanlegar minningar í
huga um móttökurnar hjá Strandakonum.
Nú vorum við búnar að fullnægja þrá okkar um að sjá dálítið
brot af Strandasýslu, og njóta hinnar miklu gestrisni íbúanna.
Við viljum allar sem ein þakka þeim ógleymanlegar móttök-
ur, og óskum þeim heilla og farsældar í framtíðinni.
Kagnheiður Brynjólfsdóttir, Blönduósi.
Ríkisheimili í Vatnsdal fyrir 120 árum.
(Umsögn Ingibjargar Markúsdóttur í Ási. — Fædd 1830. —
Alin upp á Haukagili.)
Úttekt úr kaupstað: Kommatur, mest bankabygg, dálítið af
rúgi og baunum, stundum hafrar handa eldishestum. (2 tunn-
ur.) — Aldrei keyptur malaður kornmatur, aldrei hveiti. —
Keypt eitt pund af kaffi (handa prestinum), og eitt pund af
sykri. — Tvenn bollapör voru til. — Ein leirskál var keypt á
hverju vori. Það voru notaðir trjediskar, líka voru til tindisk-
ar og tinföt, einnig tinkönnur. Svo voru til nokkrir djúpir og
grunnir leiirdiskar, lánaðir í veislur — Silfurskeiðar voru
og til.
Til fatnaðar var stundum keypt hörljereft í spariskyrtur. —
Oft keyptir silkiklútar. — Einstaka sinnum keypt utanum
sængur. — Tvisttau í sparisvuntur handa stúlkunum og í
sunnudagatreyjur handa krökkunum. — Tvinnastokkur handa
hverri stúlku. — Strigi í þurkur. — Rokkar voru oft keyptir. —
Stúlkur fóru aldrei í kaupstaðinn, en einstaka húsmæður.
Til litunar var keyptur steinlitur (indigó, blátt), og stundum
skeiðvatnslitur (rautt). — Það var litað svart úr lyngi og
sortu (leir eða leðja tekin úr keldum, svört eða grænleit, en feit
eins og smjör, sótt út í Þing). Þá var mosalitur, njólagult og
grasagult, (fjallagrös), (litað á eftir úr kúahlandi). — Spariföt
voru lituð í blásteinslit fyrst og svo úr sortu. — Ef maður litaði
njólagult fyrst og svo úr steinlit (indigó) á eftir, fjekk maður
grænan lit. — Skinn voru barkarlituð, blásteinslituð og reykt.
L