Hlín - 01.01.1957, Side 141
Hlín
139
á eSa smjör út í. — Á jólum: Laufabrauð, flatkaka, þykk, mag-
áll, lundabaggi. — Aldrei kaffi. — Um 1860 var farið að gefa
kaffi á morgnana.
Jeg man, að móðir mín sagði mjer, að þegar fólkið fór á engj-
arnar hafði það ask með hræring með sjer til miðdegisverðar,
smjöri var drepið í holuna innan í lokinu, sem var á öllum
öskum. Svo var hálfur harðfiskur handa karlmönnum, en
fjórðipartur handa konum, bundið með í askinn, flatkaka, heil
og hálf, kútur með mjólk (útálátinu), svo var altaf kútur með
blöndu, hún var alveg ómissandi, bæði á sjó og landi, nærandi
og góð. — H.
Frá Islendingum vestan hafs.
Bókin „Foreldrar mínir“ kom út fyrir jólin 1956. — Prófessor
Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar.
Þessi ágæta bók lýsir 14 fjölskyldum, sem fluttust snemma á
árum vestur um haf. ■— Það er gott verk, sem próf. Finnbogi
hefur unnið með því að koma þessari bók á prent. — Margt
skrítið og skemtilegt kemur þarna fram.
Það er ekki ætlunin að ræða mikið efni bókarinnar. — Takið
sjálf og lesið!
Ein frásögn skal hjer tekin upp til gamans. Það er úr frásögn
um Björn Gíslason frá Haugsstöðum í Vopnafirði. — Jón sonur
hans segir frá.
Þessi hjón: Björn Gíslason og Aðalbjörg Jósepsdóttir bjuggu
áður á Haugsstöðum í Vopnafirði stórbúi, en fluttu vestur 1879,
og bjuggu allan sinn búskap eftir það í Minnisotafylki í Banda-
ríkjunum.
Jón skrifar: „Tvö vinnutæki verð jeg að minnast á, sem faðir
minn tók með sjer frá íslandi. — Annað var vefstóll með gamla
laginu: Upprjettur, með kljásteinum og öðru, sem þar til heyrði.
— Þessir vefstólar voru þá fyrir hálfri öld lagðir niður á ís-
landi víðast hvar. — Eyjólfur bróðir minn óf í þessum vefstól
heimaspunnið ullarband í mörg ár. Vefnaðurinn var hafður í
ábreiður og utanhafnaföt. — Síðar fjekk Ingibjörg systir mín
þennan vefstól og óf í honum gólfdúka.
Hitt verkfærið, sem faðir minn fór með að heiman, var ís-
lenskir kvarnarsteinar. — Smáar kvarnir voru víst til og frá