Hlín - 01.01.1957, Side 142
140
Hlin
um ríkið hjá ám og lækjum, en margir óskuðu að þeir ættu
kvamir sjálfir. — En grjótið þarna í fylkinu þótti of lint í
kvarnarsteina. — Björn á Haugsstöðum hafði heyrt um þessi
vandkvæði og hugsaði þá til kvarnargrjótsins á íslandi. — En
hugsun og verknaður fóru venjulega saman hjá Birni á Haugs-
stöðum. — Hann ljet slá sterkum borðum utan um tvo kvarn-
arsteina þar á Haugsstöðum og flutti þá með sjer vestur um
haf. — Flutningsþjónunum var illa við þennan heljarklett.
Hann var bæði þungur og óþjáll. — En eftir mikinn og illan
munnsöfnuð komust þó steinarnir alla leið og voru settir í
kvarnarstokk á Stórhól, en svo nefndi Björn bæ sinn. — Þar
komu þeir strax í góðar þarfir. — Valdi bróðir minn og jeg
fengum oft það hlutverk að snúa kvörninni. — Við möluðum
fyrir okkar heimili og stundum fyrir nágrannana. — Valdi var
þá 10 ára, en jeg 8.
Næsta vetur, 1880—81, reyndist kvörnin verulegur bjarg-
vættur. — Sá vetur er illa ræmdur fram á þennan dag fyrir
hörkur og snjóþyngsli. — Nábúarnir köfuðu snjóinn heim að
Stórhóli daglega með hveitið í poka á bakinu, en við bræður
máttum erfiða tímum saman eins og skessui'nar Fenja og
Menja við kvörnina. — Það var lúalegt starf, en ákaflega vin-
sælt. — í margra augum urðu þessir steinar eins og dýrgripir.
— Þó voru menn, sem ekki komu með hveitið til mölunar. —
Þeir möluðu hveitið heima hjá sjer í kaffikvörnum.“
íslendingur, búsettur í cinni af stórborgunum vestur við
Kyrrahafið, skrifar:
„Jeg vona að þú fyrirgefir alla „vesturheimskuna" í brjefum
mínum. — Maður finnur best, þá heim kemur, hvað maður hcf-
ur tapað allri snerpu úr okkar dásamlega móðurmáli.
Eftir að hafa lesið hina alveg ágætu bók, með hinu dásamlega
nafni „Föðurtún“, eftir dr. Kolka, er jeg miklu fróðari um
Húnavatnssýslur en áður. — Páll Kolka er einn af þeim mönn-
um, sem jeg dáist að úr hinni miklu fjarlægð.
Mjer þykir æfinlega vænt um það, sem eflir sambandið milli
frænda og vina í austri og vestri. — Jeg er jafn hörundssár
vegna þess, sem sagt er um íslendinga, hvar sem þeir eru nið-
urkomnir. — Við erum svo fámenn, að engir liðhlaupar mega
týnast úr lestinni, hvað þá aðrir. Okkur, sem alin erum upp á
íslandi, en höfum eytt æfinni erlendis, þykir jafnvænt um land-
ana hvar sem þeir eru í sveit settir.