Hlín - 01.01.1957, Síða 144
142
Hlín
Vinafundur er eins og sólskin á vordegi, bjartur, hlýr, glaður
og áhyggjulaus um hverfulleik líðandi stundar. — Þegar þráð
vinartillit hellir birtu sinni og yl yfir manninn, þá sópast burt
áhyggjur og hrygð eins og döggin þornar af blöðum fífilsins
við skin sólar. — Þessi óskiljanlega kend, sem fylgir því að líta
góðan vin, verður ekki klædd í orð, hún er utan og ofan við
það, sem mannleg tunga getur tjáð.
Vinátta getur verið einlæg og sönn, þó hún virðist ekki vara
um aldur. í raun og veru er hún eilíf. — Vinafundur hættir
ekki að vera til, þó hann sje liðinn, hann fylgir þeim, sem áttu
hann, vermir og lýsir langt fram í ókomna tímann, slær gulln-
um roða á hrjóstuga braut löngu eftir að hann er horfinn bak
við ský. Þá köllum við hann minningu.
Allir vita, að sólskin er dýrmætt, og í raun rjettri ómetanlegt,
svo margþætt áhrif, sem það hefur. — Fjarri fer því, að okkur
hjer í þessu kalda landi þyki minna vænt um sólina, en þeim
sem njóta hennar lengri tíma. — Þvert á móti, við dáum hana
því meir, af því við vitum hvað það er að vera án hennar.
Vináttan er eins og sólskin, gildi hennar fyrir mannlífið er
svo margvíslegt, að það verður hvorki mælt nje vegið. — Án
vináttu er líf mannsins samfeldur vetur.
En athugun það, að við getum skapað okkur sífelt sumar. —
Það verður aðeins gert með kærleika til Guðs og manna. —
Engum getur þótt svo vænt um sjálfan sig, að hann verði sæll
af því.
Minnumst þess, að sólin hættir ekki að vera til, þó ský dragi
fyrir hana, jafnvel þó hún gangi undir að kveldi, þá er hún
samt til, og kemur aftur til þín með sína blessun að morgni.
J. V.
í Ámasafni.
„Hjer inni, frá gólfi til lofts, er geymd íslensk þjóðarsaga
í þúsund myndum. Og í hvert sinn, sem bók er dregin fram,
lifnar hún og fær mál.“
— Úr bókinni „Meistarinn drátthagi í Árnasafni.“
Bjöm Th. Björnsson.