Hlín - 01.01.1957, Page 147
Hlin
145
Á sama bátt má búa út soðið hænsnakjöt með karrysósu og
hrísgrjónum.
Um notkun brauðleifa.
Á hverju heimili falla ætíð til brauðmolar og skorpur, sem
einhvernveginn þarf að hagnýta sjer. — Allir þekkja brauð-
súpu, sem hægt er að nota í alskonar brauðmola, en hún get-
ur orðið leiðigjörn. — Hjer á eftir fara nokkrar uppskriftir, þar
sem ýmist eru notaðir brauðmolar eða brauðrúst.
Skorpusteik.
Vz mót af brauðskorpum (venjulegt jólakökumót). — 4% dl.
mjólk. — 1 egg. — 1—2 matskeiðar sýkur. — 3 möndludropar.
Hálffyllið jólakökumótið með brauðmolum og hellið mjólk-
inni yfir. — Látið standa þar til brauðið er orðið mjúkt. —
Hellið þá mjólkinni af, og þeytið hana saman við eggið og syk-
urinn. (Sykurmagnið verður að giska á eftir því, hve sætir
brauðmolarnir eru.) — Blandið möndludropunum saman við
og hellið sósunni yfir brauðmolana. — Látið mótið í vel heitan
ofn og bakið í 20—30 mín., eða þar til steikin er stífnuð. — Ber-
ið ávaxtamauk með steikinni, og notið hana annað hvort sem
kaffibrauð eða ábætisrjett.
Brauðbúðingur.
200 gr. brauðmylsna. — 50 gr. smjörlíki. — Ca. 60 gr. sykur.
— 40 gr. rúsínur eða þurkuð bláber. — 1% teskeið karde-
mommur. — 1/8 teskeið kanill. — % teskeið lyftiduft. — Rif-
inn börkur af % cítrónu (má sleppa). —2 egg.
Bleytið brauðmylsnuna í mjólkinni. — Bræðið smjörl. og
bætið því út í ásamt öllu, sem í á að fara, nema eggja-
hvítunum. Stífþeytið hvíturnar og blandið þeim síðan í. —
Hellið deiginu í smurt mót og sjóðið í vatnsbaði 3/4 til 1 klst.
Hvolfið búðingnum á fat og berið hann fram með saftsósu eða
vanillesósu.
Brauðmylsnukaka.
2 egg. — 225 gr. sykur. — 40 gr. möndlur. — 2 matsk. rjómi
eða góð nýmjólk. — 2 litlar tesk. lyftiduft. — 3 dl. brauð-
mylsna. — 40 gr. smjörl.
Smyrjið vel jólakökumót og stráið brauðmylsnu innan í það.
— Brytjið möndlurnar. — Þeytið egg og sykur vel, eða þar til
það er Ijóst og ljett. — Blandið möndlum og rjóma saman við.
— Blandið lyftidufti saman við brauðmylsnuna og hrærið það
ásamt bræddu smjörl. saman við. — Hellið deiginu í mótið og
10