Hlín - 01.01.1957, Side 148
146
Hlín
bakið við vægann hita í ca. 40 mín. (Best er að geyma kökuna
í 2—4 daga, áður en hún er notuð. Hún verður þá sniðfastari.)
Nokkrar uppskriftir um notkun á þurmjólkurdufti
(undanrennudufti).
Soffía Líndal, Holtastöðum í Langadal, skrifar:
Heilhveitibrauð.
4 bollar heilhveiti (sammalað hveiti). — 1 bolli hveiti. — 2
bollar þurmjólk. — 4 tesk. ger. — 1 matsk. púðurs. — Vatn.
Þessu öllu er blandað vel saman og hnoðað. (Betra er að hafa
þurger, og þarf af því eina teskeið stóra.)
Pönnukökur.
3 bollar hveiti. — 1 bolli þurmjólk. — 1 teskeið ger. — 1—2
egg. — Vatn eftir þörfum.
Þurmjólkinni er blandað vel saman við hveitið, og gerið og
eggin sett í. — Þynt út með vatni, en má ekki vera mjög þunt.
Sömu uppskrift má nota í lummur og vöfflur.
' Vellingur (handa 6 manns).
160 gr. hrísgrjón. — % 1. mjólk (nýmjólk). — 2—3 1. vatn. —
1 bolli þurmjólk. — Salt eftir smekk.
Grjónin soðin í nokkru af vatninu, þar til þau eru meyr. —
Mjólkin sett í og mjólkurduftið hrært út í köldu vatni. og
blandað saman við. Suðan látin koma upp, saltað, og tekið af.
Heilhveitisúpa (handa 6 manns).
4 matskeiðar heilhveiti. — 6 matskeiðar þurmjólk. — 70 gr.
(ca. % bolli) rúsínum. — Vá 1. mjólk (nýmjólk). — Vatn ca. 2
1. — Sykur eftir smekk. — Örlítið salt.
Mjólkin, 1 1. af vatni og rúsínurnar, er sett í pott og hitað í
suðu. — Þá er mjólkurduftinu og heilhveitinu blandað saman,
og það hrært út í 1 1. af köldu vatni, og því hrært gætilega út
í pottinn, svo það fari ekki í kekki. — Alt þetta er svo soðið í
10 mínútur.
Gervirjómi (skv. uppskrift Helgu Sigurðardóttur).
% 1. vatn. — Sykur. — Vanilla. — 2 matsk. mjólkurduft. — 2
matsk. hveiti.
Duftið og hveitið látið í pott, þynt út með vatninu, suða látin
koma upp á því. — Sykur og vanilla látið í eftir smekk. —
Þeytt vel. — Ágætt út á brauðsúpu.