Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 151
Hlin
149
kyrtil úr heimaunnu efni, flík eftir mig tilbúna að öllu leyti
nema liturinn.
Þráðurinn vigtar eitt pund hreinn. — Æth jeg mætti ekki
leggja upp úr honum 12—14 álnir? — En segðu mjer eitt: Á jeg
að hafa einskeftuvend og hafa 4 sköft í vefstólnum eða þá vað-
málsvend? Skrifaðu mjer um þetta sem allra fyrst. (Svar sam-
stundis: Náttúrlega einskeftu!)
Jeg sendi þjer hjer svolitið sýnishorn af þræðinum.
Nú er hjer sífeldur bylur og hvassviðri oftast nær. — í fimm
vikur hefur engri skepnu gefið út hjer sjer til gagns, en lítil
frost hafa verið enn, (mest um 7 stig). En indæhs tíð var í alt
haust, þangað til þetta fyrir fimm vikum. — Tvisvar höfum við
sjeð blessaða sóhna síðan í nóvember, en hana sjer hjer 6. fe-
brúar, ef bjart er veður.
Nú er tími minn á þrotum. — Við hjónin erum bara tvö hjer
á Stað í vetur, en höfum síma til að kalla á hjálp, ef eitthvað
út af ber, en enginn hefur aflögu frá sínu starfi nema í lífs-
nauðsyn, svo fáment er orðið hjer. Fjórir bæir fara í eyði hjer
í vor, þá eru ekki eftu- nema 4 býh í Grunnavíkinni. — Þetta er
sorglegt ástand. Samt eru allir vel sjálfstæðir efnalega. — B. J.“
Brynjólfur frá Ytriey skrifar: „Jóninna í Höfnum fjekk mig
ein 4—5 haust um aldamótin til að koma út að Höfnrnn og
vera þar um tíma til að lagfæra og dytta að heyvinnuáhöldum
og verkfærum, svo þau væru tiltækileg næsta sumar.
Jóninna var mjer og mörgum öðrum sannkölluð hjálparhella
fjármunalega.
Þegar hún var að flytja frá Höfnum eftir 1910, fargaði hún
mörgu af fje sínu, því yngra í kaupstaðinn, við góðu verði. —
Hún átti einar 90 gamlar ær, og af þeim sagði hún að jeg mætti
fá það sem jeg vildi og greiða við hentugleika. — Mig sárlang-
aði til að eignast sem flestar af ánum, en vissi mig ekki svo
heybyrgan að fært væri að ráðast í mikið. — Verðið átti að vera
11 krónur. — Jeg fjekk þá 10, með þessum umræddu kjörum.
Það voru margir, sem Jóninna hjálpaði á þeim árum, og ahan
sinn búskap, eldri sem yngri. — Aldrei var þar svo kennari, að
ekki væru tekin mörg börn af nágrönnunum, svo þau mættu
njóta kenslunnar með heimabörnum. — Vinnumenn og vinnu-
konur fengu einnig að njóta tilsagnar kennarans.“
Úr brjefi frá vinkonu minni: „Þá er jeg nú komin heim fyrir
rúmri viku. — Jeg þakka þjer fyrir brjefin, sem biðu mín. Jeg
er nú orðin heil heilsu af því sem leiddi mig á sjúkrahúsið, en
hvergi nærri búin að ná mjer eftir þessa löngu legu, er máttlítil