Hlín - 01.01.1957, Page 152
150
Hlin
í fótunum og þróttlaus til alls, svo að því fer fjarri að jeg hafi
hvílst í legunni eða safnað kröftum til eins eða neins.
Mjer fanst nú ekki ætíð mikið um næðið á stofunni þar sem
jeg lá, þegar 3—4 hátalarar gjalla frá kl. 8 á morgnana og þar
til 11—11% á kvöldin með ekkert löngum hvíldum suma daga,
einnig heimsóknir til sjúklinga, auk hins almenna heimsóknar-
tíma, þá verður ekki langt í þeim næðisstundum, sem hægt er
að verja til íhugunar og skrifta.
Konan sem lá við hliðina á mjer lengi vel, var ákaflega ræð-
in, svo að jeg hefði heldur kosið stundum að lesa í næði eða
skrifa upp eitthvað af því, sem fyrir mjer hefur vakað á liðnum
árum, heldur en taka þátt í viðræðum hennar, en þegar alt kom
til alls, hlaut þó fyrsta málið á þessu litla heimiU, sjúkrastof-
unni okkar, að vera það, að halda uppi góðu heimilislífi, gleð-
skap og gagnkvæmri tillitssemi.
Jeg skrifaði 30 sendibrjef þennan tíma eða vel það, lengra
komst jeg ekki í skriftunum, og jeg er hrædd um, að jeg stundi
ekki ritstörf hjer heima fremur en áður svo að nokkru nemi.“
Úr Borgarfirði eystra er skrifað: „Jeg man nú ekki hvenær
jeg sendi þjer línu síðast. — Var jeg búin að segja þjer, að
þorpið var raflýst sumarið 1952?— Margir nota rafmagn einnig
til suðu, og svo eru víða komnar þvottavjelar og margs konar
heimilistæki. — Vonandi fer að styttast, þar til sveitabæirnir fá
rafmagn Kka.
Hjer var unnið með skurðgöfu í sumar, og verður meira. —
Ekki þykir okkur nú mýrarnar fallegar, svona fyrst í stað, en
það lagast.
Það er kominn sími um alla sveit, og er það mesta hagræði.
— Og nú er byrjað á vegi til Húsavíkur, en.það er sú eina af
víkunum milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar, sem er í
bygð. — Þar er stórbú. — Brúnavík, Glettinganes, Kjólsvík,
Breiðavík og Litlavík hafa allar lagst í eyði á síðustu áratug-
um. — Nýstofnuð slysavarnadeild hjer — „Sveinungi“ — mun
gangast fyrir því, að á þessum stöðum verði haldið við ein-
hverjum húsum og hlynt að, ef þangað bæri nauðstadda
menn af sjó eða landi.
Jeg óska þjer svo til hamingju með „Hlín“ fertuga, og bið
ykkut allrar blessunar. — Sigurlaug Helgadóttir.“
Úr brjefi frá vestfirskri tóskaparkonu: „Það var ágætt að þjer
líkari vel vaðmálsábreiðan. — Já, jeg gat gengið frá þessu öllu
heima, en samt hafði jeg það með mjer til ísafjarðar í vor til
þess að láta pressa það betur, en mjer fanst það lítið batna við
það. — Eftir þófið heima, þvoði jeg það einusinni enn, vatt það