Hlín - 01.01.1957, Side 153

Hlín - 01.01.1957, Side 153
Hlin 151 deigt á fjöl og hafði það undir fargi í 3 vikur, hafði það svo milli voða í rúmi í aðrar 3 vikur, en þá var það orðið vel pressað. Jeg þvæ altaf allan vefjarþráð, vind hann svo fast í hnykla, þegar hann er orðinn vel þur, geymi hann svo í rúmt ár í hnyklunum á góðum stað í þunnum ljereftspoka uppihangandi. — Við það að vinda hann fast í hnykla og geyma hann þetta lengi, tollir hann síður saman í skili, eða með öðrum orðum flóknar síður í skili. — Þetta er mín reynsla og hefur gefist vel. Það eru mörg handtök við blessaða ullina frá því hún er tek- in af kindunum þangað til hún er að fullu unnin til klæðnaðar. Við eigum spunavjel hjer og höfum lengi átt, og jeg hef notað hana mikið, bæði á þráð og band, en eins vil jeg láta getið: Mjer finst ekki sje hægt að spinna eins vel á spunavjel og á rokk, meðan þessu fer fram, að lopinn er svo misjáfn í hönkun- um sem vill brenna við. — Þetta þurfa verksmiðjurnar að taka til athugunar. í flestöllum bindum af lopa kemur það fyrir, að hann er misgrófur. Og í sumum hönkum er hann svo fínn, að hann tollir varla saman. — Þetta getur ekki samrýmst, þegar spunnið er á spunavjel margir þræðir í einu, þó hægt sje að spinna jafnsmátt á rokk, þar sem ekki er nema um einn þráð að ræða eða hugsa um í einu. — En mikill munur er á að spinna á spunavjel, hvað þær eru fljótvirkari. — Og ágætan vefjarþráð má spinna á þær, ef kembing er eins og hún á að vera og getur verið. Verksmiðjumar þurfa endilega að aðgæta þetta, því þetta er alveg óhafandi, og ekki hægt að spinna svona lopa á spunavjel, án þess að það sjáist í vefnaði eða prjóni. — Verksmiðjurnar þykjast altaf vera að endm’bæta lopaverksmiðjumar, en altaf fara loparnir versnandi, sem frá þeim koma. — Það er þá bara hraðinn við vinnuna og óvandvirknin. — Jeg hef aldrei fengið eins vonda lopa og nú í haust, þeir eru nýkomnir og farið að spinna þá, bæði mjög grófgerðir og hvíti lopinn gulhvítur og ljótur úthts. — Svona lopar eru ekki hæfir nema í hosur og sjóvethnga. — Jeg vel altaf bestu ullina í lopann, sem jeg sendi. — Svo koma þráfaldlega fyrir kamba-tannbrot í lopanum. — Ekki eru þau í ullinni, sem við sendum.“ Gömul ljósmóðir úr Árnessýslu skrifar: „Ekki get jeg skrifað hetjusögur af mjer í ljósmóðurstarfinu, því þær eru ekki til. En Guð var mjer mikið góður í starfi mínu, sem jeg hef ekki get- að fullþakkað. — En mikill er munurinn orðinn að geta sest í bíl við dyrnar hjá sjer, þegar síminn kallar, og koma svo í upp- hituð og bjöi’t húsakynni, eða að verða að búa sig á hest í hvaða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.