Hlín - 01.01.1957, Side 153
Hlin
151
deigt á fjöl og hafði það undir fargi í 3 vikur, hafði það svo
milli voða í rúmi í aðrar 3 vikur, en þá var það orðið vel
pressað.
Jeg þvæ altaf allan vefjarþráð, vind hann svo fast í hnykla,
þegar hann er orðinn vel þur, geymi hann svo í rúmt ár í
hnyklunum á góðum stað í þunnum ljereftspoka uppihangandi.
— Við það að vinda hann fast í hnykla og geyma hann þetta
lengi, tollir hann síður saman í skili, eða með öðrum orðum
flóknar síður í skili. — Þetta er mín reynsla og hefur gefist vel.
Það eru mörg handtök við blessaða ullina frá því hún er tek-
in af kindunum þangað til hún er að fullu unnin til klæðnaðar.
Við eigum spunavjel hjer og höfum lengi átt, og jeg hef notað
hana mikið, bæði á þráð og band, en eins vil jeg láta getið:
Mjer finst ekki sje hægt að spinna eins vel á spunavjel og á
rokk, meðan þessu fer fram, að lopinn er svo misjáfn í hönkun-
um sem vill brenna við. — Þetta þurfa verksmiðjurnar að taka
til athugunar. í flestöllum bindum af lopa kemur það fyrir, að
hann er misgrófur. Og í sumum hönkum er hann svo fínn, að
hann tollir varla saman. — Þetta getur ekki samrýmst, þegar
spunnið er á spunavjel margir þræðir í einu, þó hægt sje að
spinna jafnsmátt á rokk, þar sem ekki er nema um einn þráð að
ræða eða hugsa um í einu. — En mikill munur er á að spinna á
spunavjel, hvað þær eru fljótvirkari. — Og ágætan vefjarþráð
má spinna á þær, ef kembing er eins og hún á að vera og getur
verið.
Verksmiðjumar þurfa endilega að aðgæta þetta, því þetta er
alveg óhafandi, og ekki hægt að spinna svona lopa á spunavjel,
án þess að það sjáist í vefnaði eða prjóni. — Verksmiðjurnar
þykjast altaf vera að endm’bæta lopaverksmiðjumar, en altaf
fara loparnir versnandi, sem frá þeim koma. — Það er þá bara
hraðinn við vinnuna og óvandvirknin. — Jeg hef aldrei fengið
eins vonda lopa og nú í haust, þeir eru nýkomnir og farið að
spinna þá, bæði mjög grófgerðir og hvíti lopinn gulhvítur og
ljótur úthts. — Svona lopar eru ekki hæfir nema í hosur og
sjóvethnga. — Jeg vel altaf bestu ullina í lopann, sem jeg sendi.
— Svo koma þráfaldlega fyrir kamba-tannbrot í lopanum. —
Ekki eru þau í ullinni, sem við sendum.“
Gömul ljósmóðir úr Árnessýslu skrifar: „Ekki get jeg skrifað
hetjusögur af mjer í ljósmóðurstarfinu, því þær eru ekki til. En
Guð var mjer mikið góður í starfi mínu, sem jeg hef ekki get-
að fullþakkað. — En mikill er munurinn orðinn að geta sest í
bíl við dyrnar hjá sjer, þegar síminn kallar, og koma svo í upp-
hituð og bjöi’t húsakynni, eða að verða að búa sig á hest í hvaða