Hlín - 01.01.1957, Síða 155
Hlin
153
þaulhugsað. — Og fjármálin í lagi, þar er ekki taprekstur:
Mcira látið út en inn er heimt!
Sjóðirnir skifta ipiljónum, og þó er stutt allmyndarlega að
ótal þörfum málefnum: Fyrst og fremst að líknar- og hjúkrun-
armálum, styrkur við sjúkrahús og hjálp í viðlögum. Þá stuðn-
ingur við allskonar verkleg námsskeið, og ýmiskonar stuðning-
ur við kirkjur og kristni.
Aðalsamböndin eru nú 13 í landinu, með um 13 þúsund fje-
lögum.
Það virðist vel viðeigandi að birta hjer nokkrar frjettir úr
þessum fundargerðum kvennanna:
Samband sunnlenskra kvenna. Árnes- og Rangárvallasýslur.
Fjelögin eru 23, fjelagar 880.
Sambandið greiðir styrk til námsskeiðanna, enda hafa þau
verið 13 á árinu. — S. S. K. greiðir 200 kr. til þeirra á viku. —
Kaup kennara er sumstaðar 1500 kr. á viku. — Nemendur hafa
ekki greitt kenslukaup. — Tala nemenda um 300. — Styrkir á
fjárlögum 1956 7000 kr. til námsskeiða.
Sambandið hefur styrkt Húsmæðraskólann á Laugarvatni á
ýmsan hátt frá byrjun. Hefur gefið margt og mikið til skólans,
síðast gólfteppi. Skólinn starfar 7 mánuði, 1. okt. til 1. maí.
Fjelag Grímsneshrepps hefur gefið legstein á leiði látinnar
fjelagssystur og gefið þvottavjel á heimili, sem hafði hennar
mikla þörf.
Kvenfjelag Selfoss hefur mest starfað, gefið miklar og stórar
gjafir til kirkjunnar og annara menningarmála í þorpinu, og nú
síðast stórt happdrætti til sjúkrahússins.
Formannafundur Sambandsins var haldinn á Laugarvatni
haustið 1956.
Tekjur sambandsins eru um 16 þúsund kr., þaraf bæði frá
sýslunum og búnaðarsamböndunum. — Fundirnir eru alltaf
haldnir á Selfossi.
Mikill áhugi ríkir á Sambandssvæðinu um byggingu Sjúkra-
húss á Selfossi.
Frjettir frá Sambandi austfirskra kvenna: í Sambandinu eru
21 fjelag. Meðlimatala um 500.
Margt hafa fjelögin á prjónunum og komu fram upplýsingar
um það á fundinum 1956, sem haldinn var á Reyðarfirði, hvað
væri verið að gera, auk þess vanalega.
Tvö fjelög höfðu styrkt stúlkur til náms á Hallormsstaða-
skólanum — Nokkur fjelög safnað gjöfum til kaupa á brjóst-
líkönum Blöndalshjóna á Hallormsstað. — Áhöld keypt til
sjúkrahúss. — Starfsemi margra fjelaga beinst að fjársöfnun til