Hlín - 01.01.1957, Síða 157
Hlin
155
Óskað að „Húsfreyjan" birti fundarsköp og fundarreglur, ef
K. í. getur ekki sent leiðbeinanda.
Kvenfjelögin á Isafirði hafa eignast mæðraheimili í Tungu-
dal innan við bæinn. Geta tvær fjölskyldur verið þar samtímis
í hálfan mánuð. Þá taka aðrar tvær við.
Útdráttur úr brjefi formanns breiðfirskra kvenna til fjelags-
deildanna haustið 1956:
„Kæru, breiðfirsku konur!
Nú þegar þið, að haustönnum loknum, hefjið störf ykkar að
nýju innan fjelaganna, langar mig til að minna ykkur á okkar
, hrjáða og umkomulausa fósturbarn, eða biðja ykkur öllu held-
ur að taka nú mildum móðurhöndum á því barni, sem tvær
harmþrungnar mæður skildu okkur eftir, og trúðu okkur til að
ala upp og koma til manndóms og þroska. — Jeg á hjer við
Kvennaskóla Herdísar og Ingileifar Benediktsen að StaðarfeUi.
— Allar breiðfirskar konur vita, að hann var stofnaður af tveim
dánargjöfum frá tveim mæðrum og föður, sem leituðu sjer
harmaljettis og huggunar við missi barna sinna með því að
rjetta framtíðinni og heimabygð eigur sínar, sem halda skyldi
á lofti minningu hinna göfugu ungmenna, sem fjellu svo skjótt
frá öllum vonunum ungu og framtíðardraumunum, sem við
þau voru bundin.
Þessari skólastofnun hefur oft verið of mikið tómlæti sýnt. —
Við höfum oft gleymt henni.
Kæru konur. Tökum nú höndum saman, um hinn víðfaðma
Breiðafjörð, og vinnum það heit að lyfta skólanum upp í heið-
ríkju vorhugans. — Hjálpum honum til að verða það mentaset-
ur, sem samboðið er minningu hinna göfugu ungmenna og gef-
enda!
í breiðfirska Sambandinu er nú 21 kvenfjelag. — Ef hvert
fjelag sendi skólanum einn nemanda væri sigurinn unninn. —
Elínbet Jónsdóttir, Fagradal í Saurbæ.“
Frá Hellissandi er skrifað á föstunni 1957: „Mig langar til að
segja þjer frá því, að fyrir tveim árum tókum við upp þann sið
hjer í kvenfjelaginu, að hafa íslenska kvöldvöku einu sinni á
útmánuðunum innan fjelagsins. — Við högum þessu þannig:
Að fundarstofan er útbúin sem baðstofa með stafnglugga og
borði þar undir, meðfram veggjum eru svo bekkir með íslensk-
um brekánum og ábreiðum. — Svo koma konur með alskonar
áhöld til ullarvinslu: rokka, kamba, halasnældur og hesputrje,
ásamt kembulár o. fl. Svo er spunnið, kembt, tvinnað og prjón-
að, en skemt með því að lesa íslenska söguþætti og kveða rhn-