Hlín - 01.01.1957, Side 159
Hlín
157
konur, (kosnar af næsta fundi á undan), les upp eitthvað til
skemtunar eða segir frá einhverju, sem á dagana hefur drifið.
Kona í Borgarfirði skrifar veturinn 1957: „Sambandsfundirnir
hafa verið haldnir sitt á hvað hjá fjelögunum: í fýrra á Akra-
nesi, þar áður hjá okkur í Reykholtsdal, og sá fjelagið um
veitingar og uppihald fyrir fulltrúana. Þar áður var fundurinn
í Lundarreykjadal. — Þykir þessi tilhögim skemtileg og auka
meiri kynni við fjelögin, og altaf er gaman að taka vel á móti
gestum. — Það koma altaf einhverjar konur úr Reykjavík og
flytja erindi, kemur líka fyrir, að einhver fulltrúanna hefur
eitthvað að segja.
Fjelagsstarfið hjá okkur er með svipuðum hætti og verið hef-
ur. Altaf bætist við fjelagatöluna, og fundir mjög vel sóttir.
Blaðinu okkar höfum við haldið úti nú í nokkur ár. Það er
þriggja kvenna ritnefnd, sem sjer um að skrifa í blaðið, það er
að segja færa inn efni, sem berst, og lesa síðan upp úr því á
fundum. — Því hefur borist talsvert í bundnu máli, bæði frá
fjelagskonum og einnig frá utanfjelags, og ekkert af því hefur
annarsstaðar birst. — Þarna eru líka minningargreinar um
konur, sem kallast hafa burt, og ýmislegt er þarna varðveitt,
sem annars hefði glatast.
Sigurbjörg í Deildartungu átti sjötugs afmæli 18. nóv. s.l., og
var þá haldinn kvenfjelagsfundur nokkrum dögum seinna til
heiðurs henni, og hennar vel minst í ræðu af frú Önnu Bjarna-
dóttur, Reykholti, formanni fjelagsins. Sigurbjörg er mikillar
virðingar verð. — Hún var formaður fjelags okkur í 23 ár.“
Frjettir frá litlu kvenfjelagi í Skagafirði: „Jeg vildi gjama
skrifa þjer langt brjef, minnast á margt og fræðast um margt
hjá þjer, en að skrifa brjef til að birta í „Hlín“, við það er jeg
rög, því saga okkar er lítil. — Við erum fáar, fátækar, smáar
og lítið af fjelagsskapnum að segja, og síst vil jeg gera meira
úr því en við eigum skilið. En samlyndið er gott og samstarfið
prýðilegt, að svo miklu leyti sem það er. Það er ekki hægt að
segja að mikill sje kraftur í því, en það er upplyfting og gam-
an að koma stöku sinnum saman, og líklega heimsæktum við,
sumar hverjar, ekki hvor aðra árlangt, ef ekki væri þessi fje-
lagsskapur, því við höfum fundina altaf til skiftis heima hjá
okkur, og það eru áreiðanlega glaðar stundir, sem við njótum
lengi.
Rannveig H. Líndal, kennari, stofnaði kvenfjelögin hjer aust-
an Hjeraðsvatna, og sum voru stofnuð aðeins fyrir ötula fram-
göngu hennar sjálfrar, því hún fór heim á bæina, ef ekki höfð-