Hlín - 01.01.1957, Síða 163
Hlin
161
sem hann var alinn upp á (As), og ef einhver kom þaðan, vildi
hann fylgja honum heim, en þá sagði móðir mín stundum: „Jeg
held þú megir ekki fara núna, Hrammur minn, það á að smala
hjerna á morgun.“ — Þá varð hann svo angistarlegur og ýlfraði
svo hátt, að móðir mín gaf honum leyfi, ef hann yrði kominn í
fyrramálið. — Og það brást aldrei, hann stóð við dyrnar, þegar
opnaður var bærinn.“
Af Vesturlandi er skrifað: „Mjer hefur oft dottið í hug að
geta um atvik, sem kom fyrir mig einu sinni í sveitinni. — Það
er margt að varast! — Það var þegar ein telpan mín var fermd,
að hún var bólusett við kúabólu fyrir ferminguna eins og lög
gera ráð fyrir. Svo þegar bólan var komin út, og hún orðin
góð í handleggnum, ljet jeg hana mjólka eina kúna, sem gott
var að mjólka. — En þá leið ekki á löngu, að spenarnir á kúnni
steyptust út í graftarbólum. Svo barst það frá henni á spenana
á þeirri næstu, sem var sama megin í fjósinu. — Þetta varð sú
plága á blessuðum skepnunum, að jeg ekki tali um hver þraut
var að mjólka þær.
Mjer datt í hug, hvort þjer sýndist þess vert að setja þetta í
smælkið í „Hlín“.“
Samband Suður-þingeyskra kvenna, Skjólbrekku, Mývatns-
sveit, september 1956:
44 fulltrúar mættir frá 14 fjelögum. — Meðlimir 565 í Sam-
bandinu.
Halldóra á Laugum átti 25 ára starfsafmæli við skólann. Hún
fjekk gólflampa að gjöf frá Sambandinu.
Veittar voru 1000 kr. frá Sambandinu í Menningarsjóð þing-
eyskra kvenna, til minningar um stofnendur Kvenfjelags Suð-
ur-Þingeyinga.
Menningarsjóður þingeyskra kvenna er nú um 25 þúsundir,
og var fyrsta fjárveiting úr sjóðnum, 1500 kr., veitt Húsmæðra-
skólanum á Laugum, og var ákveðið af forstöðukonu að verja
skyldi tiþkaupa á kenslutækjum.
Mikill áhugi ríkir hjá Sambandinu um að láta stækka Sjúkra-
hús Húsavíkur, svo þar geti verið starfrækt fæðingardeild og
Hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldrað fólk. — Sambandið
hefur nú stofnað til Happdrættis fyrir þetta mál.
Kvenfjelag Mývatnssveitar gaf og setti upp leiksviðs- og
gluggatjöld í Fjelagsheimilinu „Skjólbrekku“. — Einnig altar-
isklæði í Skútustaðakirkju. — Einnig 1000 krónur í Menningar-
sjóð til minningar um Arnfríði Sigurgeirsdóttur, skáldkonu, á
Skútustöðum. — Lagðar 5000.00 krónur í hljóðfærakaupasjóð
Fj elagsheimilisins.
11