Hlín - 01.01.1957, Blaðsíða 168
166
Hlín
hann í útvefnað, myndvefnað, húsgagnafóður, gólfábreiður,
einnig flos og bandavefnað.
Kvenfjelagið „Undina“ í Mikley, Manitoba varð 70 ára í mars
1956. Var þess minst með guðsþjónustu í Lútersku kirkjunni í
Mikley. — Sóknarpresturinn, síra Bragi Friðriksson, mintist
þessa atburðar, og fór viðurkenningarorðum um starf fjelagsins,
sem á margan hátt hefði dyggilega stutt mannúðar- og menn-
ingarmál á vegum kirkju og bygðarlagsins.
Valdemar Halldórsson, Kálfaströnd við Mývatn, skrifar: „Þú
birtir stundum gamlar bænii- í „Hlín“. — Það var verið að
biðja mig að senda þjer eitthvað af bænum og versum, sem afi
minn kendi mjer. — Það er nú, því miður, flest gleymt, og ann-
að þá svo alkunnugt, að óþarfi er að prenta það.
Ef þjer finst þetta einhvers virði, er þjer velkomið að nota
það.
Þegar jeg var barn, kendi afi minn, Sigurður Tómasson,
hjer á Kálfaströnd, mjer mikið af bænum og versum. — Jeg var
aðeins 5 ára, þegar hann dó, og hef jeg því sjálfsagt gleymt
mestu, sem jeg lærði þá. — Það hefur víst verið mest eftir
Hallgrím Pjetursson, svo sem Kvöldljóð og Morgunljóð, og
mörg alkunn vers eins og:
„Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig,
þá líf og sál er lúið og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.“
Og þetta:
Nú legg jeg aftur augun mín
í Guðs nafni og trausti,
signi mig heilög höndin þín,
hirðir minn góði og trausti.
Signdu fólkið og signdu hús,
signingin þín oss hlífi,
og ilt út drífi.
Signingin þín, sæti Jesús,
signuð yfir oss blífi.
Drottinn leggur líkn í þraut,
ljós í myrkrið sendir,
og á grýttri æfibraut
oft á veginn bendir.