Hlín - 01.01.1957, Page 170
168
Hlín
Suður yfir hæciir um sumarkvöld jeg horfði,
— sólkveðjan vafði fjallið ljettum roða.
Speglaði jökull aftanljómans elda,
áður hann hvarf í rökkurmóðu hylinn.
— Heimur þó sortni, sje jeg oft á ný
sólroðinn fjallstindinn draumum mínum í.
Suður yfir hæðir horfi jeg dögum oftar,
— háfjalhð Rainier sveipast gráum mötli.
Haustregn í lofti, hrekjast blöð í vindi,
hafþokan dimma læðist inn um nætur.
— Lýstur þá geislum gegnum myrkan hjúp:
Gullroðinn fjallstindinn sjer mitt hyggjudjúp.
Jakobina Johnson, 3208 West 59 Str. Seattle, Wash., U.S.A.
Mentamálaráð íslands hefur sæmt Jakobínu skáldkonu í
Seattle skáldalaunum. Það átti hún margfaldlega skilið fyrir alt
sitt mikla og góða starf fyrir ísland vestur þar. — Ritstj.
DIMMUBORGIR.
Ef dvelurðu í Dimmuborgum,
að degi um miðaftansbil,
frá Tröllakirkj unni tóna þú heyrir
titra við klettaþil.
í vitund þinni þeir verða
voldugt og heillandi spil.
Þá getur þig eitthvað glapið
og gint á ýmsa lund,
því tröllin í biðröðum bíða grett
og bjóða þjer á sinn fund,
— þau dagaði áður þar uppi
á aldanna morgunstund.
Jeg dvaldi þar stund úr degi.
Á drangana sólin skein,
og birkihríslur í brekkunum undu.