Hlín - 01.01.1957, Síða 173
Hlin
171
Og starf þitt mun lengi lifa
og lýsa sem viti skær.
Því áhugi þinn var eldur,
sem aldrei sloknað fær!
Starfsemi er lífsins styrkur,
starfsgleðin auðlegð vor!
Hvorttveggja’ er gjöf frá Guði,
og grær við hvert æfi-spor!
Heill þjer, iðjunnar Iðunn
og áhugans sívakna Hlín!
Gleðji þig Guð og blessi
og geymi þig, Halldóra mín!
(14. október 1943). Helgi Valtýsson.
Helgi, vinur minn, vill að jeg birti þetta hlýlega, vel orta
kvæði, meðan við erum bæði ofar foldu. — Helgi hefm- oft gert
„Hlín“ greiða, svo jeg verð að láta þetta eftir honum, þó mjer
sje heldur illa við það að birta lofræður um sjálfa mig í „Hlín“.
— Ritstj.
í BAKSÝN.
I æskunnar undra heimi, jeg átti mjer fögur lönd.
Jeg bygði mjer háar hallir, þar hjalaði blær við strönd.
Jeg kveið ekki komandi degi, því hvar sem jeg leit var bjart,
það ljósið mjer átti að lýsa, til að læra svo ótalmargt.
Og fullorðinsárin efndu æskunnar loforð mörg.
Þó safnaði jeg ekki auði, var altaf á veginum björg.
Jeg oftast hef ánægð verið, og óttast ei hel nje gröf.
Jeg hef elskað ,og ástar notið, en ástin er Drottins gjöf.
Því hef jeg margt að þakka ,og því er mjer lífið kært,
bæði hið blíða og stríða, blessun mjer hefur fært.
Mjer ljóst er það fyrir löngu, að lífið er meira en tál,
gott er að geyma og finna Guðs neista í eigin sál.
k