Hlín - 01.01.1957, Side 176
174
Hlin
KRUMMAVÍSUR.
Óhræsið hann krinnmi, hann tók frá mjer brjef,
æ, svo fallegt brjef,
þrífist aldrei krummanef,
samt skal jeg aldrei blóta honum krumma.
Óhræsið hann krummi, hann tók frá mjer hníf,
æ, svo fallegan hníf,
þrífist aldrei krummalíf,
samt skal jeg aldrei blóta honum krumma.
Óhræsið hann krummi, hann tók frá mjer ær,
æ, svo fallegar ær,
þrífist aldrei krummaklær,
samt skal jeg aldrei blóta honum krumma.
Óhræsið hann krummi hann tók frá mjer nál,
æ, svo fallega nál,
þrífist aldrei krummamál,
samt skal jeg aldrei blóta honum krumma.
Óhræsið hann krummi hann tók frá mjer dunk,
æ, svo fallegan dunk,
þrífist aldrei krummakrunk,
samt skal jég aldrei blóta honum krumma.
Óhræsið hann krummi hann tók frá mjer lömb,
æ, svo falleg lömb,
þrífist aldrei krummavömb,
samt skal jeg aldrei blóta honum krumma.
Óhræsið hann krummi, hann tók frá mjer þjel,
æ, svo fallega þjel,
þrífist aldrei krummastjel,
samt skal jeg aldrei blóta honum krumma.
Gömul þula úr Múlaþingi.