Hlín - 01.01.1957, Side 180
1 ritdómi um bók þessa segir Ingimar óskarsson, grasafræð-
ingur, meðal annars:
VERÐ KR. ðO.OO
Send gcgn póstkröfu,
um land allt,
ef óskað er.
Fæst í öllum
bókaverzlunum!
„Bók þessi fjallar um ræktun inniblóma og meðferð þeirra,
eins og'nafn liennar bendir til. Áreiðanlcga var þörf slfkrar
bókar, og þó að fyrr hefði verið. Ræktun stofublóma liefur
aukizt að mun á síðasta aldarfjórðungi, þ^ að henni hafi
ekki fleygt jafn mikið fram og ræktun garðjurtanna. Með-
ferð innijurtanna er vandasamari en útijurtanna. Og hinar
mismunandi tegundir þurfa mismunandi meðferð . . . Nú
er komin á markaðinn sú bók, sem margur hefur beðið
eftir með óþreyju. Og þekking höfundar á stofublómum
verður ekki véfcngd. Það verða líka beztu meðmælin með
bókinni... Fyrri hluti bókarinnar, eða tæpur fjórðunguf
hennar, fjallar um margvísleg ræktunaratriði jurtanna,
fjöigun þeirra, sjúkdóma og ráð við þeim, stöðu blóm-
anna í stofunni, gróðurskálagróður og margt fleira. Hér
er allt það helzta, setn rækluninni viðkemur, tekið til
meðferðar. Sér í lagi vildi ég beina atliygli lesendanna að
kaflanum: Tíu almennar ræktunarreglur. Hann er hin
tíu boðorð, sem blómaræktendur þurfa að kunna utan-
bókar. Síðari hlutinn, öða meginið af bókinni, eru lýsingar
tegundanna og ræktunarleiðbeiningar. Um 400 tegundum
stofublóma er stuttlega lýst, og auk þess er getið fjölmargra
afbrigða. Er tegundunum raðað cftir stafrófsröð eti ekki
eftir ættum, eins og í venjulegum flórum.'og tel ég það
hagkvæmari leið ... I fáum orðum er bókin efnislega séð'
ágæt og mikill fengur fyrir alla blómaunnendur í borg og
bæ. — Prófarkalestur er góður, og annar frágangur hinn
prýðilegasti. Bókin er -í góðu bandi með mjög stinnum
'spjöldum og með skemmtilegu málverki á forspjaldi."
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . PÓSTHÓLF 45 AKUREVRI