Valsblaðið - 01.05.1999, Page 19

Valsblaðið - 01.05.1999, Page 19
Eftir Þopgpím Þráinsson Háir það starfinu í yngri flokkunum að meistaraflokkur skuli ekki leika í úrvalsdeild? „Það gerir það ekki núna en ég tel að það geti gert það í framtíðinni. Strákam- ir hafa fáar fyrirmyndir úr körfunni. Þeir líta reyndar upp til handbolta- og fót- boltastrákanna, og ekki síst leikmanna í NBA-deildinni, en vissulega væri betra að eiga „stjörnur" í körfunni hjá Val.“ Ertu sáttur við félagið? „Það er margt sem mætti betur fara. Hér er menn alltaf tilbúnir að segja hluti, gagnrýna og stinga upp á ýmsu. Þegar kemur að því að bretta upp ermamar standa orðin tóm eftir og menn eru flognir í burtu. Heim í hlýjuna. Margir Valsmenn þyrftu að hafa ákveðinn máls- hátt að leiðarljósi sem ég tel að eigi vel við þetta félag; Hugsaðu 1000 sinnum, gerðu það 100 sinnum en segðu það 1 sinni. Hér er alltof mikið blaðrað. Því miður sé ég ekki að það unga og metn- aðargjama fólk, sem ber ábyrgð á yngri flokka starfinu í fótbolta, handbolta og körfubolta, verði hér eftir nokkur ár. Þetta er allt svo mikið „ströggl". Reynd- ar verð ég að segja að mér finnst andinn hafa verið að breytast upp á síðkastið. Kannski er ósanngjamt að tína til það sem er neikvætt því hér á ég mína bestu daga. En verstu dagamir eru líka hjá Val.“ Er brýn þörf á nýju íþróttahúsi? „Eg held að flestir séu sammála því en fyrst og fremst þarf að einangra litla sal- inn. Það er skelfilega og hættulegt kalt í honum. Kostnaður við að einangra sal- inn hlýtur að vera fljótur að borga sig upp. Litli salurinn er frábær en í báðum sölum þyrfti að vera fleiri hreyfanlegar körfur. Hvað knattspyrnuna varðar er auðvitað brýnt að reisa yfirbyggðan knattspymuvöllur og eflaust vill hand- boltinn stærra íþróttahús." Ógleymanlegt timabil! KolbPún Franklín leikmaður 3.,- 2.- og meistaraflokks í handknattleik stefnir hátt Álagið sem fylgir því að skara fram úr strax á unga aldri getur verið mikið. Kolbrún Franklín leikmaður Vals í handknattleik, sem er 17 ára, hefur fengið smjörþefinn af því enda ein efnilegasta handknattleiksstúlka lands- ins. Hún skipti úr Fram fyrir síðasta keppnistímabil og grætur það varla því 3. flokkur Vals sigraði á öllum móturn keppnistímabilsins. Það sama gerði reyndar 3. flokkur karla en með hon- um leikur unnusti Kolbrúnar, Erlendur Egilsson sem kom úr IR fyrir nokkrum ámm. Kolbrún æfði tennis af krafti síðast- liðið sumar en segist í raun hafa próf- að margar íþróttagreinar. En hvernig ætli henni líði undir þeim kringumstæð- um að vera í þremur flokkum samtím- is. „Þetta eru óneitanlega margar æf- ingar en ef maður skipuleggur sig vel er ekkert því til fyrirstöðu að ná góð- um árangri í skóla og æfa tvisvar á dag eins og ég geri yfirleitt. Ef mér finnst álagið of mikið tala ég bara við Gústa þjálfara og við finnum einhvem flöt á því.“ Af hverju skiptirðu úr Fram? „Fram hefur verið í lægð upp á síðkastið en áður gekk flokknum mín- um mjög vel. Þegar fór að halla undan fæti var orðið tímabært að skipta um félag því ég gat ekki séð að neitt yrði gert til að rífa kvennaboltann upp í Fram. Eg kynntist mörgum Valsstelp- um í landsliðsferð til Danmerkur og leist svo vel á þær að ég ákvað að skipta yfir. Pabbi minn, Stefán Frank- lín, hefur alltaf verið Valsari þannig að hann var sáttur við þetta.“ Hvernig var sú tilfinning að vinna öll mót sem þið tókuð þátt í á síðasta tímabili? „Þetta var ógleymanlegt keppnistíma- bil og ég hef aldrei verið í svona sigur- sælu liði. Við unnum KA á mjög dramatískan hátt í úrslitaleik um ísl- Kolbrún Franklín leikur með þremur flokkum hjá Val. ansmeistaratitilinn eftir þrjár fram- lengingar. Síðan unnum við ÍR í úr- slitaleik um bikar.“ Hvernig er stemningin í flokkunum? „Hún er mjög góð. Gústi hefur mjög góð tök á mannskapnum og er alveg með það á hreinu sem hann er að gera. 3. flokki gekk ekkert sérstaklega vel í fyrstu túmeringu vetrarins enda höfð- um við ekki æft mikið saman. 2. flokki hefur gengið mun betur. Ég er ekki fyrsti maður í lið í meistaraflokki en hef samt töluvert fengið að spila.“ Hvernig líst þér á deildina? „Hún verður geysilega jöfn og mörg lið eiga möguleika á titli. Það er ekki hægt að bóka sigur á móti neinu af þeim liðum sem berjast á toppnum en KA og ÍR eru að mestu leyti skipuð mjög ungum leikmönnum." Hefurðu sett þér einhver markmið? „Markmiðið síðastliðið sumar var að komast í meistaraflokk og svo stefnir maður náttúrlega alltaf að því að kom- ast í landsliðið. U-18 ára landsliðið fer út í sumar og það væri gaman að kom- ast í þann hóp. Annars vil ég auðvitað ná sem lengst.“ 19

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.