Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 35

Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 35
Eftir Elísabetu Gunnarsd Frá opnunarhátíðinni á Gothia-Cup. Hver vill ekki vera þarna? Teygt og hvílt eftir eifiðan teik í Svíþjóð. Mjúkt gras fyrir stinna kroppa. 16) var blanda leikmanna úr 2. og 3. flokki og 15 ára liðið (U-15) var einung- is skipað leikmönnum úr 3. flokki. U-19 vann fyrsta leikinn 9:2, U-16 tapaði fyrsta leiknum 0:1 og U-15 vann sinn leik 1:0. Dramatísk vítaspynukeppni í lok dags var haldið á opnunarhátíðina sem fram fór á ULLEVI stadium. Þar voru samankomnir 37.000 áhorfendur og urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum með opnunarsýninguna enda um frábæra skemmtun að ræða. I ár var haldið upp á 25 ára afmæli mótsins og því mikið lagt í alla framkvæmd mótsins. Þriðjudagur- inn var erfiður sökum gífurlegs hita og sólar. Urslit leikja voru þó frábær þar sem öll liðin unnu sína leiki, U-19 vann sinn leik 2:0, U-16 vann 2:1 og U-15 vann 3:1. A miðvikudeginum voru línur farnar að skýrast- á mótinu og þjálfarar Vals gerðu sér grein fyrir að Valur var kominn í baráttu um sigur í riðlunum en leikir dagsins voru þeir síðustu í riðlakeppn- inni. U-19 vann sinn leik 2:1, U-16 gerði 1:1 jafntefli og U-15 vann sinn leik 2:1. Þessi úrslit gerðu það að verkum að U- 15 og U-19 voru komin áfram í A-úrslit en U-16 úr leik en fór þó áfram í svo kölluðum B-úrslitum. A fimmtudeginum fóru fram leikir í útsláttarkeppninni og fór U-19 beint í 16-liða úrslit þar sem þátttökulið voru 60 og unnu þær leikinn sinn örugglega 4:0. U-15 fór í 32 liða úrslit þar sem þát- tökulið voru 64 og unnu sinn leik örugg- lega 2:0. U-16 tapaði í B-úrslitum 0:2 og hafði þar með lokið þátttöku á mótinu. Seinna um daginn sigraði U-15 í 16 liða úrslitum á dramatískan hátt í vítaspymu- keppni 6:4. U-19 tapaði á sama tíma í 8- liða úrslitum í vítakeppni fyrir liðinu sem síðan sigraði mótið. Um kvöldið var farið á stórleik Lazio og IFK Gautaborgar þar sem Ullevi var troðinn af rúmlega 40.000 áhorfendum. Á föstudeginum var mikill taugatitringur í mannskapnum þar sem U-15 sigraði ör- ugglega í 8 liða úrslitum 4:0 og því að- eins undanúrslitin eftir og úrslitaleikur- inn í augsýn. Paö var mikið grátið Leikurinn í undanúrslitunum var jafn og spennandi, Valur komst yfir í leiknum 1:0 og þannig var staðan allt þar til 8 mínútur voru til leiksloka. Þá klikkaði einbeitingin og trúin hjá stúlkunum á því að þær gætu farið alla leið, andstæðing- amir skoruðu jöfnunarmark og svo sig- urmarkið 3 mínútum fyrir leikslok og komu þannig í veg fyrir „drauminn um að spila á ULLEVI fyrir framan fullt af áhorfendum". Það var mikið grátið í leikslok, enda liðið 8 mín frá því að spila á ULLEVI. Laugardagurinn fór að mestu í versl- unarleiðangur og tívoliferð. Á sunnudeg- inum var pakkað saman og lagt af stað til Kaupmannahafnar þar sem hópurinn gisti eina nótt. Mánudeginum var eytt í miðbæ borgarinnar og þá helst á Strikinu þar sem peningar stúlknanna hreinlega breyttust í föt. Stelpurnar kynntust frábærri knatt- spyrnu í þessari ferð þar sem liðsandinn var í fyrirrúmi, samheldni hópsins var til fyrirmyndar, fararstjórarnir fjórar frá- bærir, árangurinn góður og veðrið eins og það gerist best ... í einu orði sagt frá- bær ferð. Valsblaðið 1999 35

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.