Valsblaðið - 01.05.1999, Síða 37
Eftir Þongrím Þráinsson
Bipgir Máp flrnason leihmaður 10. flohhs í körfubolta
Birgir Már Ámason er Vaismaður fram í
fingurgóma og hefur leikið við hvum
sinn fingur frá því hann hætti í fimleik-
um og mætti á sínu fyrstu körfuboltaæf-
ingu hjá Val 11-12 ára gamall. Hann er
nemandi í 10. bekk í Hlíðaskóla og býr í
Suðurhlíðum eða „á milli lífs og dauða“
eins og hverfið er kallað. Hann tekur
undir það að starfsemi yngri flokkanna
hjá Val í körfubolta hafi ekki verið upp á
það besta síðustu ár en segist samt njóta
þess að leika með Val. „Við töpum
reyndar alltaf þegar við spilum en þetta
hlýtur að fara að koma hjá okkur. Sæ-
valdur er mjög góður þjálfari og við eig-
um allir eftir að bæta okkur mikið. Við
æfum 5 sinnum í viku sem er mun betra
en 3 sinnum eins og var í fyrravetur.“
Birgir Már segist vera „power forward"
á leikvelli en kann ekki að orða það á ís-
lensku. Hann telur að sprettharka og hraða-
breytingar séu sínir helstu kostir en að
hann megi bæta sig meira vamarlega. „Eg
gæti þess yfirleitt að borða tveimur tím-
um fyrir æfingar til að hafa kraft og er
alltaf að minnka kókþambið. Það dregur
úr manni mátt og eyðileggur tennurnar.“
L.A. Lakers er eftirlætislið Birgis Más
en hann segist taka NBA deildina fram
yfir úrvalsdeildina á Islandi. „Áður hélt
Birgir Már hefur það að markmiði að
komast íNBA-deildina.
ég með Chicago Bulls enda var Michael
Jordan snillingur og er það örugglega
ennþá. Núna er Coby Brian sá besti.“
Drenginn dreymir um að geta skorað
sem mest í körfubolta og hann segist
hafa það markmið að komast að hjá ein-
hverju liði í NBA-deildinni í framtíðinni.
„Næsta vetur fer ég líklega í MH og síð-
an gæti ég hugsað mér að fara í háskóla í
Bandaríkjunum og stunda körfubolta.“
Fpá
Afníku
til Islands
Vilbong Gufilaugsdóttir íslandsmeistari
öslar nú snjú upp í ökkla í stað pess að npna júlapakka í rúmlega 40 stiga hita
„Afríkustúlkan" Vilhorg Guðlaugsdóttir
er ánægð í Val.
Á þessum árstíma er liðlega 50 gráðu
hitamunur á Islandi og Eþíópíu. Jólin eru
heitasti árstíminn í Afríku en Vilborg
Guðlaugsdóttir, leikmaður í hinum sigur-
sæla 2. flokki í knattspyrnu, fæddist í
Addis Ababa og bjó þar í 12 ár. Foreldrar
hennar voru kristniboðar í Eþíópíu en
fluttu heim fyrir rúmu ári. Það varð Vil-
borgu til happs að flytja á Þórsgötuna,
fara í Austurbæjarskóla og í Val. Hún lék
sér í fótbolta með vinum sfnum í Afríku,
bæði innfæddum og erlendum, og býr
yfir góðri boltameðferð. Samt voru engar
skipulagðar æfingar í Afríku. „Jú, það
voru mikil viðbrigði að koma heim. Eg
sakna hitans og vina minna mest. Annars
fannst mér ekkert annað félag en Valur
koma til greina. Pabbi er mikill Valsari
og margir frændur hans líka.“
Gætirðu hugsað þér að
fara aftur til Afríku?
„Já, ég gæti það en þar er ekki um marga
framhaldsskóla að ræða. Ef við förum út
aftur verður það ekki fyrr en eftir nokkur
ár.“
Eru innfæddir mjög forvitnir?
„Það kemur fyrir. Reyndar eru margir
hvítir í Afríku en fólk var oft að snerta
hárið á mér og svoleiðis."
Lentirðu aldrei í útistöðum við villt
dýr og huggulegar pöddur? Þú hefur
ekki fengið krókódíl upp í rúm?
„Nei, maður er fljótur að venjast þessum
dýrurn. Eg lenti aldrei í neinu hættulegu.
Pabbi var einu sinni bitinn af sporðdreka
en það bjargaðist.“
Vilborg segist vera mjög ánægð með
andann í leikmannahópi Vals og er sann-
færð um að árangur liðsins verði ekki
lakara á næsta ári.
37