Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 55

Valsblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 55
Ettir Pétup Örn Sigurðsson GEDVEIKT skemmtilegt segir fyrirliði hins sigursæla 2. flokks kvenna í fótbolta — ff Kristín Sigurðardóttir (Didda) er fyrirliði hins sigursæla 2. flokks í knattspymu. Kristín er fædd og uppalin í Eyjum og hóf að spila fótbolta 7 ára gömul. Hún gekk til liðs við Val þegar foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur árið 1990. f sumar lék Kristín 4 leiki með U-17 ára landsliðinu og 4 leiki með U-18 ára landsliðinu. Tvíburasystir Kristínar er Guðbjörg sem leikur einnig með 2. flokki. „Síðasta tímabil var mjög ánægjulegt og geðveikt skemmtilegt,” segir Kristín aðspurð. „Flokkurinn hefur aldrei unnið svona marga titla. Við fórum líka til Sví- þjóðar á Gothia-Cup en það er besta unglingamót sem haldið er í heiminum. Sú ferð var frábær og við gerðum margt skemmtilegt fyrir utan að spila fótboita. Fórum t.d. á ströndina, í tívoli og skemmtigarð en að sjálfsögðu stóð fót- boltinn upp úr í ferðinni.” Hvað er eftirminnilegast eftir að hafa tekið við 5 titlum sem fyrirliði? „Það er margt en þó helst ferðin til Sví- þjóðar. Einnig þegar við unnum KR í síðasta leiknum á íslandsmótinu og urð- um þar með fslandsmeistarar. Það var geðveik tilfinning að taka á móti bikarn- um.” Hverju þakkarðu þann mikla baráttu- anda og samhug sem er ríkjandi milli leikmanna í flokknum? „Auðvitað Ásgeiri þjálfara og æfingun- um hans, öllum sprettunum og útihlaup- unum sem voru geðveikt skemmtileg. Hann er frábær þjálfari og með skemmti- legar og fjölbreyttar æfingar. Svo höfðu flestar stelpumar verið áður saman í flokki og þekktust flestar og við erum ALLAR góðar vinkonur.” Kristín segir að það hafi verið ánægju- leg reynsla að fá að spreyta sig með 18 ára landsliðinu. „Að vísu var öðruvísi að fara út með landsliði heldur en að fara út með félögum sínum í Val. Þegar Tvíburarnir sigursœlu í 2.flokki, Guðbjörg og Kristín jyrirliði (t.h). Mynd Þ.Ó. ég fór út með landsliðinu kynntist ég stelpum sem ég hafði verið að spila á móti og fékk mjög mikla reynslu út úr ferðunum.” Áttu þér uppáhaldsfélag í útlöndum og fylgistu mikið með erlendri knattspyrnu? „Ég fylgist nokkuð mikið með erlendri knattspyrnu en ég á mér ekki neitt uppá- haldsfélag. En ég held upp á Patrick Kluivert (Barcelona), Georg Weah (AC Milan), Edgar Davids (Juventus), Andy Cole (Manchester United) og Giovanni Elber (Bayern Munchen).” Er nokkuð talað um annað en fótbolta á þínu heimili þar eð þið tvíburasyst- urnar eru báðar á fullu í boltanum? „Við systumar erum þær einu í fjöl- skyldunni sem eru í fótbolta þannig að umræðuefnið heima er meira en bara fót- bolti. En í vinahópnum er mikið talað um fótbolta þó að við höfum einnig önn- ur áhugamál, s.s. að horfa á vídeó, vera með vinunum, sofa og margt fleira.” Fer ekki meginhluti frítíma ykkar í að sinna þessu áhugamáli? „Fyrir utan skólann og svefninn fer nán- ast allur okkar frítími í fótboltann. Fót- boltinn er númer eitt, tvö og þrjú.” Viltu bæta einhverju við að lokum? „Við ætlum okkur að endurtaka leikinn á næsta ári og bæta við tveimur bikurum, þ.e.a.s við ætlum að vinna Reykjarvíkur- og Islandsmótið innanhúss. Og við ætl- um líka að standa okkur enn betur á Gothia-Cup.” BIAA LONIÐ -œvintýri líkast! Valsblaðið 1999 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.