Valsblaðið - 01.05.1999, Page 62

Valsblaðið - 01.05.1999, Page 62
Félagslíf Golfmót Vals 1999 Lárus Ógmundsson sigraði á hinu árlega golfmóti Vals og er því Golfmeistari Vals 1999. Garðar Kjartansson afhenti honum Risa hikarinn. Hið árlega golfmót Vals var að venju haldið á golfvelli Oddfellowa í Urriða- vatnsdölum á miðju s.l. sumri. Undan- farin ár hefur veðrið jafnan leikið við Valsmenn þennan dag. I sumar var á hinn bóginn annað uppi á teningnum því það var afspymuslæmt svo ekki sé meira sagt, bæði rok og rigning. Þrátt fyrir þetta var þátttakan góð því 35 vaskir Valsarar gáfu sig hvergi og luku leik þótt á móti hafi blásið. GolfmeiStari Vals 1999 varð Lárus Ögmundsson. í öðru sæti varð Jón H. Karlsson og í því þriðja lenti Bergur Guðnason. Veg og vanda að undirbúningi og skipulagningu mótsins höfðu eins og oftast áður þeir Garðar Kjartansson og Gunnar Kristjánsson og nutu þeir dyggrar aðstoðar Halldórs Ein- arsson og Reynis Jónssonar. Mót þetta hefur þegar skapað sér fastan sess í starfi Vals og eru golfáhugamenn úr röðum fé- lagsins hvattir til þess að- 'láta það ekki fram hjá sér fara á komandi sumri. Allir kátir og veðurbarnir eftir golfmótið. Munið ÞRETTÁNDA- BRENNU VALS 6. janúar 62 Valsblaðið 1999

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.