Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 7
Björn Hallsson
hreppstjóri og alþingismáSur
1875—1962
Björn á Rangá, eins og hann var almennt nefndur á
Fljótsdalshéraði, lézt að heimili sínu 18. nóvember s. 1.,
87 ára að aldri, eftir vanheilsu um nokkurra ára skeið.
Með honum hvarf af sjónarsviðinu þjóðkunnur og
rnerkur maður úr bændastétt, sem var í fremstu röð þeirra,
sem beittu sér fyrir félagsmálum á Héraði, og yfirleitt
þjóðmálum allt frá aldamótum að telja, eða á röskum
aldarhelmingi.
Björn fæddist 21. nóv. 1875, öskufallsárið, að Litla-
Steinsvaði í Hróarstungu, sonur hjónanna Halls Einars-
sonar bónda og s. k. hans Gróu Björnsdóttur, og er ættar-
tala svo sem liér greinir:*
Einar, faðir Halls, var sonur Sigurðar Hallssonar iir
Njarðvík, en það er hin gamla Njarðvíkurætt, sem kom-
in er frá Þorvarði á Eiðum Hákarla Bjarnasyni Marteins-
sonar, en Bjarni átti Ragnliildi Þorvarðardóttur Loftsson-
ar ríka. Móðir Ragnhildar var Margrét Vigfúsdóttir liirð-
stjóra 1390—1412, Ivarssonar Hólms.
Einar Sigurðsson átti Hólmfríði Jónsdóttur Vigfússon-
ar í Njarðvík, Ólafssonar lögréttumanns í Bót Andrésson-
ar, Árnasonar prests á Skorrastað liins fyrra, Sigurðssonar
prests s. st. hins fyrra, Árnasonar.
Kona Jóns Vigfússonar var Þórunn Árnadóttir bónda
* Ættfræðsla «11 í þcssu ágripi er eftjr Benedikt frá Hofteigi.