Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 11
BJOKN HALLSSON
skapnum við hina sömu rausn 01; áður op: við stuðning
barna sinna, er bæði voru með afbrigðum g jörvuleg og vel
gefin. Kom |)á þegar mikil ábyrgð á hendur Birni, sem
einmitt mun hafa mótað liann meira, persónulega, en
títt var um unglinga, og frekast sett það alvöru og ábyrgð-
armót á Björn, sem liann bar alla ævi og framar öðru
veitti honum hvers manns traust. Ef til vill líktist hann
Lagarfljóti. Það rennur hægt, en er breitt og mikið, þungt
á bárunni og býður rétt mat á sér, menn vaða ekki yfir
það. Og þannig var Björn. Framganga bans bauð rétt
mat á Iionum, en það var traust manngerð og ábyrgðar-
tilfinningin í öllum störfum, og það varð ekki svo auð-
veldlega vaðið yfir hann frekar en Lagarfljót. Gróa á
Rangá var fyrst og fremst hin ábyrga húsfreyja liins gamla
tíma, en bún lieyrði kall Iiins nýja og lét það ekki fram
hjá sér fara. Hún lét börn sín menntast, svo sem föng
voru á, og frekast var nú orðin tímans krafa, og gekk
Björn í Möðruvallaskólann árið 1896 og útskrifaðist
þaðan vorið 1898 og tók þá þegar, 23 ára gamall, við
húsforráðum á Rangá með móður sinni. Eftir það hét
hann Björn á Rangá, og fóru nöfnin saman um virðingu
alla stund.
Árið 1900 kvæntist Björn Hólmfríði Eiríksdóttur, fríð-
leikskonu, vel menntaðri, hafði framast erlendis. Var
hún dóttir Eiríks í Bót og Ingibjargar konu lians. Ætt-
artala hennar er sem hér greinir:
Eiríkur hreppstjóri í Bót Einarsson, bónda á Skeggja-
stöðum í Fellum, Jónssonar vefara, sem vefaraætt er
komin frá, Þorsteinssonar prests á Krossi í Landeyjum,
Stefánssonar, en Þorsteinn prestur átti Margréti Hjörleifs-
dóttur prests á Valþjófsstað, Þórðarsonar. Kona Hjörleifs
jirests og móðir Margrétar var önnur kona bans, Bergljót
Jónsdóttir prests á Hólmum í Reyðarfirði, Guttormssonar
])rests sama st., Sigfússonar presls í Ilofteigi Tómassonar.
Kona Jóns vefara var Þórey Jónsdóttir bónda á Torfa-
stöðum í Hlíð, Stefánssonar s. st., Jónssonar á Hrafna-