Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 12
8 BÚNAÐARRIT
björgum, er átti Katrínu Asmundsdóttur blinda, er fyrr
gat, Stefánssonar.
Kona Einars á Skeggjastöðum og móðir Eiríks í Bót,
var Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, bónda á Eiríksstöðum á
Jökuldal, Þorkelssonar bónda, s. st., en móðir Hólmfríð-
ar var Guðrún Finnsdóttir bónda á Skeggjastöðum á
Jökuldal, Guðmundssonar, af ætt séra Böðvars á Valþjófs-
stað, Sturlusonar, en kona Finns á Skeggjastöðum var Jar-
þrúður Hallsdóttir frá Njarðvík, Einarssonar, systir Sig-
urðar, langafa Björns Hallssonar.
Kona Eiríks í Bót var Ingibjörg Einarsdóttir bónda á
Hafursá, Einarssonar á Hrafnkelsstöðum, Einarssonar á
Víðivöllum fremri, Magnússonar bónda á Hofi í Fellum,
Eyjólfssonar á Eiríksstöðum á Jökuldal 1703, Jónssonar.
Kona Einars á Hrafnkelsstöðum var Ragnliildur Hávarðs-
dóttir frá Njarðvík, og Bjargar Vigfúsdóttur í Njarðvík,
Ólafssonar, er fyrr gat.
Móðir Ingibjargar í Bót var önnur kona Einars á Haf-
ursá, Sigríður Ólafsdóttir frá Skeggjastöðum í Fellum
Þorsteinssonar frá Melum, sem Melaætt er komin frá,
Jónssonar frá Hákonarstöðum Þorsteinssonar í Möðrudal
1703, Magnússonar, en það er Þorsteins jökulsætt í Jökul-
dal, ein dugmesta ætt Austanlands.
Á þessum árum var Rangárlieimilið með glæsibrag,
rausn og gestrisni rnikil. Ferja á Lagarfljóti var þarna
svo árum skipti fyrir og eftir aldamótin, og átti þá marg-
ur leið þarna um vegna kaupstaðarferða til Seyðisfjarðar
um Vestdalslieiði. Þetta lagðist smám saman niður, eftir
að Lagarfljót var brúað við Einbleyping 1904—1905. —
Þetta ferjuhald tók ótrúlegan tíma og erfiði einkum í
liaustkauptíð, er fjárflutningar stóðu yfir og ekki hent
öðrum en vöskum mönnum og dugandi.
Sumarið 1907 byggði Björn steinsteypt íbúðarliús rúm-
gott, eitt með þeim fyrstu, er risu upp í sveitum víðs veg-
ar á Héraði. Það var mikið átak, þegar allt efni var flutt
á liestum. Eftir að liúsið var komið upp, var þráfaldlega