Búnaðarrit - 01.01.1963, Qupperneq 19
BJORN HALLSSON
15
Á sjötngsafmælinu 1945, færði Kaupfélag Héraðsbúa
honum vandað skrifborð með áletruðum skildi að gjöf
fyrir áratuga stjórnarstörf, og um það bil, er hann lét
af formennsku þess, var bann kosinn lieiðursfélagi þess.
A áttræðisafmælinu beiðraði félagið hann, og sveitungar
bans, Tungumenn, létu gera málaða mynd af lionum, sem
varðveitt er á Rangá.
Á fimmtugsafmæli Búnaðarþings 1949 á Egilsstöðum
var Björn einróma kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags
Islands.
Jörðin Rangá er, eins og áður er getið, meðfram Lag-
arfljóti vestan megin og að Rangánni að sunnan, í skjóli
við svonefnda Lágheiði. Jörð þessi hefur tekið bótum í
tíð Björns og mun bera þess menjar lengi. Frá bænum
blasir við hið svipmikla Austfjarðaliálendi með tíguleg-
um nöfnum eins og Dyrfjöll, Beinageitar- og Botnudals-
fjall, Skýbnjúkur, Unaleiði, Bjólfur og Gagnbeiði. Sól-
arupprás á fjöllum þessum er dýrðleg og einkar fögur.
Útför Björns fór fram á Rangá 30. nóv. Þar hvíla for-
eldrar lians og fleiri skyldmenni í vel hirtum heimilisgraf-
reit,\og fór hann nú þannig að heiman heim. Fjöllin föld-
uðu hvítu, en báru sólroð á vöngum, er Hða tók á atliöfn-
ina, sem fór fram með kyrrlátum virðingarblæ, svo sem
bæfði lians minningu af framgöngu og störfum. Séra Ein-
ar Þorsteinsson á Eiðum flutti ræðu og jarðsöng, en séra
Marinó Kristinsson, VaBanesprestur, flutti fá og vel
valin minningarorð og söng einsöng. Karlakór Héraðsins
annaðist söng undir stjórn Stefáns Péturssonar frá Bót.
Fjölmenni var viðstatt, úr sveitum Héraðs og víðar, og
var þar á meðal fjöldi samstarfsmanna hans á ýmsum
aldri, er nú með nærveru sinni vottuðu hinum aldna
bændahöfðingja virðingu og þökk, svo sem Hérað allt
mun geyma um langar tíðir.
Þórhallur Jónasson, Broifiavaði