Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 22
18
BUNAÐARRIT
ganga ræktunarstörfin of fljótt, heldur er mikil þörf að
auka þau eins mikið og unnt er.
5. Agnar GuSnason. Hann er þriðji jarðræktarráðunaut-
ur félagsins. Vinnur Agnar einkum að sérstökum verkefn-
um, s. s áburðartilraunuin, sem Bf. Isl. liefur starfrækt
hin síðari ár. Þá vinnur hann og að tilraunum á eyðingu
illgresis með „kemiskum“ efnum. Mörg fleiri störf ann-
ast Agnar. Hann er ritstjóri Handbókar bænda. Hand-
bókin er nú í annað sinn prentuð bér í Reykjavík, en
befur þangað til frá uppbafi verið prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar, Akureyri. Nú er bún prentuö í Prent-
smiðju Jóns Helgasonar, Reykjavík. Ég sé ástæðu til að
þakka forstjórum prentsmiðjunnar svo og öllu starfsfólki
liennar fyrir ágætt samstarf.
6. Dr. Halldór Pálsson, sauðfjárræktarráðunautur, lief-
ur umsjón með ölluni störfum, er varða sauðfjárrækt. Eins
og frá er skýrt í síðustu starfsskýrslu, fór dr. Halldór Páls-
son síðla árs 1961 til Nýja-Sjálands og dvaldi þar þangað
til í byrjuii september 1962. Dr. Halldór gegndi þó störf-
um við sauðfjársýningar og öllum öðrum störfum, er snerta
sauðfjárrækt, eftir að liann kom heim til ársl. Þann tíma,
er Halldór var fjarverandi, unnu þeir Árni G. Pétursson,
kennari á Hólum, og Sveinn Hallgrímsson, búfræðikandi-
dat, að nokkru leyti að störfum í lians stað. Auk þess liafa
nokkrir héraðsráðunautar einnig aðstoðað Halhlór Páls-
son við brútasýningar, og er nánar skýrt frá því í starfs-
skýrslu lians. Nú er ákveðið, að frá nýliðnum áramótum
taki dr. Halldór Pálsson við starfi búnaðarmálastjóra, og
þá Steingrímur Steinþórsson jafnhliða leystur frá því
starfi, enda þá náð þeim aldri, er embættismenn mega
mestan liafa lögum samkvæmt.
7. Arni G. Pétursson var ráðinn til félagsins sem aðstoð-
arráðunautur í sauðfjárrækt frá 1. maí að telja, en liann
tók aldrei við því slarfi. Hann tók um það leyti við starfi
skólastjóra bændaskólans á Hólum.
8. Ólaf ur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur,