Búnaðarrit - 01.01.1963, Side 24
20
BÚNAÐARRIT
lagsstjórnar afí liafa eftirlit með fóðurbirgðafélögum og
forðagæzlu almennt. Meðan Páls nýtur við Jietta starf,
er öruggt, að unnið verður að Jiví á þann Iiátt, sem bezt
er, og að mestu gagni getur komið. Páll Zóphóníasson
sagði af sér Jiessu starfi frá ársbyrjun 1963. Stjórn fé-
lagsins færir Páli beztu Jiakkir fyrir þetta starf og öll
önnur störf, sem hann liefur unniö fyrir félagið fyrr og
síðar.
12. Ragnar Asgeirsson, ráðunautur. Störf lians eru nú
aðallega varðandi byggðasöfn og söfnun muna til Jieirra.
Það er mikið unnið að þessum málum nú og áliugi mikill
bæði í sveitum og þorpum um allt land. Vegna forgöngu
Ragnars Ásgeirssonar er nú verið að koma á fót byggða-
söfnum í mörgunt héruðum landsins. Þessi starfsemi stefn-
ir mjög til aukinnar þjóðlegrar menningar og mun tví-
mælalaust styrkja og lialda við bæði fornum og nýjum
menningarverðmætum um landið.
13. Öli Valur Hansson, garðyrkjuráðunautur. Hann
vimiur að garðyrkjumálum og leiðbeinir á Jiví sviði, eftir
því sem tími lians leyfir. Samtök húsmæðra í sveitum
liafa tekið Jiessari starfsemi með miklu Jiakklæti. Óska
þessi samtök mjög eftir að fá garðyrkjuráðunautinn til
leiðbeininga. Þá óska og garðyrkjubændur, er liafa
vermihús og ylrækt, ákveðið eftir leiðbeiningum,
þannig að einn ráðunautur getur aðeins komizt yfir lítinn
liluta af Jieim verkefnum, er til falla.
14. Haraldur Árnason, verkfæraráðunautur. Hann veit-
ir leiðbeiningar urn vélar og verkfæri. Véltækni fer sífellt
í vöxt. Má svo að orði kveða, að hrein bylting hafi orðið
í þeim efnum síðustu áratugi. Haraldur Árnason veitir
og Vélasjóði forstöðu. Er hann ásamt Birni Bjarnarsyni
og Ágústi Þorvaldssyni alþm. í stjórn Vélasjóðs undir
eftirliti Búnaðarfélags Islands. Hefur J>að verið mikið
starf og vandasamt að koma upp nauðsynlegum verkstæð-
um og ska[>a Jiá aðstöðu, sem fullnægir þörfum Vélasjóðs.
Það tel ég, að liafi nú tekizt, svo að viðhlítandi sé.