Búnaðarrit - 01.01.1963, Side 27
SKÝRSLA BÚNADARMÁLASTJÓRA
23
hefur í liinum þröngu og ófullkomnu skrifstofum okkar
hér í Lækjargötu. Þá er hrýn þörf að fá sem flest vinnu-
sparnaðartæki til þess að vega á móti hinum aukna kostn-
aði vegna betra og fullkonmara húsnæðis. Ég get sem
dæmi nefnt áliald til þess að geta ljósmyndað hréf, í stað
þess að þurfa að taka afrit af þeim í ritvél. Ymis slík
tæki eru nú notuð til skrifstofustarfa, er stórlega spara
vinnu. Þó að slík áliöld mörg séu alldýr í innkaupi, þá
er það þó svo alltaf, að mannsorkan verður miklu dýrari,
þegar allt er tekið með.
Héraðsráðunautar og trúnaðarmenn
Samkvæmt lögum um jarðrækt og lögum um húfjár-
rækt er búnaðarsamböndum heimilt að ráða sér héraSs-
r&Sunauta. Þeir skulu vera framkvæmdastjórar búnað-
arsambandanna og liafa á liendi leiðbeiningar og eftir-
lit, er snerta jarðrækt og búfjárrækt, lrver á sínu starfs-
svæði undir vfirstjórn Búnaðarfélags íslands. Heimilt
er, að sami niaður gegni hvoru tveggja, jarðrækt og hú-
fjárrækt, á sama búnaðarsambandssvæði, séu þau það
lítil, að dómi Búnaðarfélags íslands, að viðkomandi bún-
aðarsambandi sé um megn að liafa fleiri en einn ráðu-
naut. Ríkissjóður greiðir liluta af launum héraðsráðu-
nauta.
1. janúar 1963 eru þessir liéraðsráðunautar starfandi:
/. Hjá Bsb. Kjalarnesþings:
1. Kristófer Grímsson, Silfurteigi 4, Reykjavík,
jarðrækt.
2. Pétur Guðmundsson, Sigtúni, Reykjavík, hú-
fjárrækt og búfjársæðingar.
II. Hj á Bsb. Borgarf jarSar:
1. Bjarni Arason, Skrúð, jarðrækt og nautgripa-
rækt.
2. Guðmundur Pétursson, Akranesi, sauðfjárrækt
og lirossarækt.