Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 30
26
BÚNAÐARRIT
að ég varð að taka mér livíld frá störfum um tíma í haust
og dvelja í sjúkrahúsi.
Ég fór að sjálfsögðu margar smærri ferðir á árinu, eftir
því sem ástæður voru til, en lengri ferðir fór ég engar. Ég
mætti á fundum ýmissa búnaðarsamtaka, s. s. á allmörg-
um fundum búnaðarfélaga og húnaðarsambanda.
Ég mun svo ekki orðlengja frekar um ferðalög mín
síðastliðið ár, en leyfi mér að færa öllum, sem liafa greitt
götu mína bæði þetta síðasta ár og áður á ferðum mín-
um um landið, beztu þakkir. Ég hef margs að minnast
úr þeim ferðalögum, og alll eru það bjartar og skemmti-
legar minningar.
Góðir gestir
Óskað var fyrirgreiðslu félagsins vegna nokkurra er-
lendra ferðamanna, sem ýmist komu liingað til lands til
að kynnast íslenzkum landbúnaði eða voru staddir í öðr-
um erindum og vildu nota tækifærið til að sjá sig um.
Má í þessu sambandi nefna Mr. og Mrs. Hunter frá Skot-
landi, sem komu liingað síðari hluta vetrar gagngert til
að kynna sér íslenzka sauðfjárrækt og hýsingu sauðfjár.
Ferðuðust þau um Suðurland og Borgarfjörð.
Hópur norskra bænda kom hingað til lands í júní-
mánuði í vor. Tók Búnaðarfélag íslands á móti þeiin
og fór með þeim um Borgarfjörð og til Þingvalla. Var
ég með í þeirri ferð. Virtust frændur vorir, Norðmenn,
vera ánægðir með förina og skemmta sér vel. Þó var dvöl
þeirra hér á landi ekki nema jirír dagar. 1 fylgd með
þeim frá Noregi var Árni G. Eylands, landbúnaðarfull-
trúi, er ferðaðist um með liinum norsku gestum hér á
landi.
Þá kom hingað til lands síðastliðið sumar danskur
búvísindamaður, Dr. Knud Jörgen Frandsen að nafni,
með konu sinni. Hann er sonur Hans Nilsen Frandsen,
fyrrverandi forstjóra fyrir Ótoftegaard m. m., sem mörg-
um Islendingum er að góðu kunnur og lifir enn í hárri