Búnaðarrit - 01.01.1963, Page 31
SKÝRSLA B Ú NABAR MÁLASTJÓR A 27
elli í Danmörku. En fyrr á árum unnu margir Islend-
ingar undir stjórn lians að tilraunamálum. Dr. Knud
Jörgen Frandsen dvaldi liér hálfs mánaðar tíma og
kynnti sér íslenzkan landbúnað.
Dr. Frandsen liélt hér tvo fyrirlestra, m. a. um jurta-
kynbætur, en bann er einmitt sérfræðingur í þeirri grein
búvísinda. Ég vil leyfa mér að þakka þessum ágætu lijón-
um komuna Iiingað og þá fræðslu, er þau veittu okkur.
Nokkrir fleiri ágætir gestir komu til landsins á þessu
ári, og veitti Búnaðarfélag Islands þeini ýmsa fyrirgreiðslu
að venju.
Erlendir styrkir til kynnisferða
Undanfarin ár befur Framleiðnistofnun Evrópu (EPA)
veitt nokkra ágæta styrki til náms og kynnisferða, sbr.
síðustu skýrslu. Luku þeir Kristján Karlsson, erindreki,
og Jónas Jónsson, kennari á Hvanneyri, námsferðum
sínum, sem þar hefur verið skýrt frá. Hin nýja efnahags-
og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur nú tekið við
af EPA. Veitti sú stofnun á árinu Gunnari Bjarnasyni,
fyrrverandi skólastjóra, 5 mánaða styrk til námsdvalar
við landbúnaðarháskólann í Kaupmannaböfn. Líkur
benda til þess, að OECD muni geta veitt stvrki til þriggja
íslenzkra búvísindamanna árið 1963. Hefur félagið ný-
lega sent ráðuneytinu slíkar umsóknir til fyrirgreiðslu,
og er þess að vænta, að ákvörðun um þær stvrkveitingar
verði tekin, áður en langt um líður.
Fyrirgreiðsla EPA og OECD í þessum málum Iiefur
verið með ágætum, og vill félagið þakka bana og stvrk-
veitingarnar, en slíkar námsferðir eru mjög gagnlegar,
þar sem þróun búvísinda er ör.
Fræðslustarfsemi félagsins
Hér verður lítið frá þessu starfi sagt. Er það þó tals-
vert starf, sem þar er innt af liöndum. Að þessu er vikið
í starfsskýrslum þeirra Gísla Kristjánssonar og Agnars